Varnarjaxlinn Fannar Örn Kolbeinsson genginn til liðs við Kormák/Hvöt

Mynd af Facebook-síðunni Aðdáendasíða Kormáks/Hvatar
Mynd af Facebook-síðunni Aðdáendasíða Kormáks/Hvatar
Á Aðdáendasíðu Kormáks/Hvatar segir að varnarjaxlinn reyndi Fannar Örn Kolbeinsson er genginn til liðs við Kormák Hvöt frá Hvíta Riddarnum í Mosfellsbæ. Fannar ættu margir glöggir knattspyrnuunnendur á Norðurlandi vestra að þekkja vel því hann lék á árum áður næstum 200 leiki með Tindastóli.
 
Að auki hefur hann sparkað aðeins í bolta með Magna frá Grenivík og svo einn leik með Hvíta Riddaranum. Flestir leikja hans koma úr 2. deildinni, þar sem Kormákur/Hvöt leika í sumar, svo hér er gríðarlega góð leikreynsla að færa sig yfir í bleikt.
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir