Íþróttir

Öruggur sigur Stólastúlkna á liði ÍR

Stólastúlkur tóku hús á ÍR-ingum í kvöld í 20. umferð 1. deildar kvenna í körfunni. Lið ÍR situr á botni deildarinnar og þær áttu í raun aldrei séns gegn liði Tindastóls þó munurinn hafi ekki verið mikill alveg fram í fjórða leikhluta. Gestirnir náðu góðu forskoti í byrjun og héldu því og unnu að lokum góðan sigur, lokatölur 45-69.
Meira

Stólastúlkur mæta liði ÍR fyrir sunnan

Í kvöld mætir 1. deildar lið Tindastóls í kvennakörfunni liði ÍR í næst síðasta leik sínum í deildarkeppninni. Liðin mætast í Skógarseli sunnan heiða og hefst leikurinn kl. 18:00. Síðasta umferðin verður síðan spiluð 2. apríl en þá kemur Keflavík b í heimsókn í Síkið.
Meira

Sveinbjörg Rut nýr formaður USVH

Sveinbjörg Rut Pétursdóttir tók við sem nýr formaður Ungmennsambands Vestur-Húnvetninga (USVH) á héraðsþingi sambandsins í liðinni viku. Hún tekur við af Guðrúnu Helgu Magnúsdóttur, sem setið hefur í formannsstólnum síðastliðin fjögur ár. Ekki voru gerðar lagabreytingar á þinginu en lögð fram breytingartillaga ásamt nýrri tillögu um nefndarstörf og voru þær báðar samþykktar.
Meira

Keflvísk sveifla snéri bikarúrslitaleiknum á hvolf

Það var spilað til úrslita í VÍS bikarnum í dag en þá mættust lið Tindastóls og Keflvíkur í Laugardalshöllinni. Leikurinn var æsispennadi framan af en síðari hálfleikurinn reyndist leiðinlega sveiflukenndur fyrir stuðningsmenn Stólanna því eftir að hafa náð 14 stiga forystu í upphafi hans þá datt botninn úr leik okkar manna og Keflvíkingar hrukku í gírinn. Lokatölur 79-92 og ekki annað í stöðunni en óska Keflvíkingum til hamingju.
Meira

Pétur hlakkar til að sjá fulla höll af vínrauðum treyjum

Jú, það er úrslitaleikur í VÍS bikarnum á morgun og Stólarnir verða þar þrátt fyrir hálfgerða þrautagöngu í vetur. Jú, það er úrslitaleikur í VÍS bikarnum á morgun og Stólarnir verða þar þrátt fyrir hálfgerða þrautagöngu í vetur. Mótherjarnir eru lið Keflavíkur sem hafa verið ansi sterkir upp á síðkastið og sitja í 3.-4. sæti Subway-deildarinnar þegar tveimur umferðum er ólokið. Feykir tók púlsinn á Pétri Rúnari Birgissyni, fyrirliða Tindastóls, og spurði hvort honum finndist Stólarnir vera að ná sér á strik eftir góðan leik gegn liði Álftaness í undanúrslitum VÍS bikarsins.
Meira

„Mjög ánægður með framför i spilamennsku liðsins“

Bestu deildar lið Tindastólskvenna hefur sýnt góða takta í Lengjubikarnum síðustu vikurnar en liðið spilaði fjóra leiki; tapaði venju samkvæmt gegn liðum Vals og Breiðabliks, gerði jafntefli við Fylki en lagði Selfoss að velli. „Síðasti leikurinn mun ekki spilast svo Lengjubikarinn er búinn í ár,“ tjáði Donni þjálfari blaðamanni Feykis þegar forvitnast var um hvenær síðasti leikurinn færi fram þar sem lið Keflavíkur átti að heimsækja Krókinn.
Meira

Mikil spenna fyrir VÍS bikarnum

Það er bikarúrslitalaugardagur framundan og það verður norðlensk sveifla í Laugardalshöllinni með dassi af keflvískum hljómagangi. Leikur Tindastóls og Keflavíkur í úrslitunum karlamegin hefst á slaginu 16 en klukkan 19 mætir sprækt lið Þórs Akureyri sterkum Keflvíkingum kvennamegin. Það má því reikna með rífandi stemningu í Höllinni og vonandi hörkuleikjum. Fyrirpartý stuðningsmanna Tindastóls hefst á Ölveri kl. 13 og þar verður eflaust gaman.
Meira

Öflugur kappi í markið hjá Stólunum

Nú í vikunni var nýr markvörður kynntur til leiks hjá 4. deidar liði Tindastóls í knattspyrnu. Það er Nikola Stoisavljevic, 26 ára gamall Serbi, 192 sm á hæð, sem skrifaði undir tveggja ára samning en hann lék með liði KFA í 2. deildinni í fyrrasumar og var þá valinn markvörður tímabilsins í deildinni.
Meira

Stólarnir tryggðu sér sæti í úrslitum VÍS bikarsins með góðum leik

Það hefur verið talsvert mótlæti sem Íslandsmeistarar Tindastóls hafa mátt stríða við á þessu tímabili. Hver brekkan hefur tekið við af annarri og flestar hafa þær verið upp í móti. Eftir dapran leik gegn Þórsurum fyrir viku beið Stólanna erfitt verkefni í undanúrslitum VÍS bikarsins þegar liðið mætti Álftanesi í Laugardalshöllinni. Strákarnir sýndu þó að það er enn neisti í liðinu og endurkoma Arnars eftir meiðsli blés heldur betur lífi í glæðurnar. Niðurstaðan varð bísna öruggur sigur Tindastóls eftir skemmtilegan leik þar sem liðið sýndi gamla meistaratakta og tryggði sér úrslitaleik gegn Keflvíkingum á laugardag.
Meira

Frábær mæting á 106. ársþing USAH

Síðastliðinn laugardag fór fram 106. ársþing USAG í Húnaskóla á Blönduósi. Alls mættu 35 fulltrúar af 36 á þingið en Viðar Sigurjónsson ÍSÍ og Gunnar Þór Gestsson UMFÍ voru gestir þingsins. Í tilkynningu á Facebook-síðu USAH segir að átta tillögur voru lagðar fyrir þingið en nokkur umræða spannst í kringum þær en að lokum var komist að niðurstöðu sem allir voru sáttir við.
Meira