Sól slær silfri á voga

Við austari ós Héraðsvatna skömmu fyrir miðnætti í gær. Myndir:KSE
Við austari ós Héraðsvatna skömmu fyrir miðnætti í gær. Myndir:KSE

„Skjótt skipast veður í lofti,“ segir máltækið og það á svo sannarlega við í Skagafirði þessa dagana. Eflaust hafa einhverjir verið uggandi um hvernig viðra myndi á landsmótsgesti á Hólum eftir rigningu og kulda á þriðjudaginn.

En almættið bætti það aldeilis upp og Skagafjörður skartaði sínu fegursta í blíðskaparveðri sem þar ríkti í gær. Blaðamaður Feykis var á ferðinni austan vatna í gærkvöldi og gerði tilraun til að fanga fallegt samspil ljóss og lita.

Veðurspá helgarinnar er hagstæð fyrir Hóla og í morgun var kominn þar 14 stiga hiti þrátt fyrir að enn væri sólarlaust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir