Stórgáfa frá Brimnesi er gáfulegasta forystukindin

Síðastliðinn laugardag var haldinn sauðfjárdagur hreppanna fornu Fells-, Hofs-, Hóla- og Viðvíkurhrepps í Þráarhöllinni á Hólum í Hjaltadal. Fram fóru ýmis atriði s.s. eins og skrautgimbrakeppni, lambhrútakeppni og svo var gáfulegasta kindin valin.

Að sögn gesta tókst afar vel til með daginn og skemmtu gestir sér vel. Atli Gunnar Arnórsson og Gunnar  Rögnvaldsson voru skemmtana- og dagskrárstjórar, grunnskólanemendur Hóla- og Hofsósskóla sáu um kaffi-, sælgætis- og bakkelsissölu og rann ágóðinn í ferðasjóði þeirra. Að sögn Þórdísar Halldórsdóttur  formanns Sauðfjárræktarfélagsins Kolbeins, og viðburðarstjóra dagsins, seldist allt upp hjá þeim. Þórdís sem einnig sá um verðlaunaafhendingar og happdrættið er afar ánægð með daginn og alla þá sem lögðu hönd á plóg og vildi endilega koma þökkum áleiðis til allra. “Það eru meðal annars Bændasamtökin, Bústólpi, Vélaval, Flóra Akureyri, Bjarg Iðjulundur, MS og KS, Evans, Dögun, Infinty Blue, Sæðingarstöðvar Suður- og Vesturlans og Sauðfjársetur á Ströndum. Þetta var alveg haugur af vinningum.“

Niðurstöður keppninar voru eftirfrandi:

  

Skrautgimbrakeppni

1. sæti Camilla Líf með gimbrina Yrju frá Laufkoti

2. sæti Valgerður með gimbrina Blómarós frá Þrastastöðum

3. sæti Sölvi með gimbrina Rósalín frá Viðvík

 

Eftir miklar vangaveltur og ýmis tilþrif var forystugimbrin Stórgáfa frá Brimnesi titilinn gáfulegasta forystukindin

 

Í flokki mislitrahrúta

1. sæti Svarbotnóttur Kornelíusarsonur frá Skúfsstöðum 85 stig

2. sæti  Ýmir svarflekkóttur undan Humor frá Brimnesi 84 stig

3. sæti Grár Kornelíusarsonur frá Ytri-Hofdölum 86,5 stig

 

Í flokki hvítra hyrnta var

1.sæti Sindrasonur fra Skúfsstöðum stigaður á 87,5 stig

2.sæti Svimasonur frá Ytri-Hofdölum stigaður á 87,5 stig

3.sæti Kubbssonur frá Mannskaðahóli 87 stig

 

Eftir farandi myndir eru teknar af Fésbókarsíðu Þórdísar Halldórsdóttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir