Góðir gestir heimsóttu eldri borgara í Húnaþingi vestra

Það var góður hópur sem kom saman á Hvammstanga. MYND: GUÐMUNDUR HAUKUR SIGURÐSSON
Það var góður hópur sem kom saman á Hvammstanga. MYND: GUÐMUNDUR HAUKUR SIGURÐSSON

Félag eldri borgara í Húnaþingi vestra fékk góða heimsókn fyrir helgi þegar 43 félagar í Félagi eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni komu í heimsókn. „Við buðum þeim upp á kjötsúpu, brauð og smjör ásamt kaffi og hjónabandssælu, segir í Facebook-færslu félagsins.

Fram kemur að hátt í 30 félagar í Félag eldri borgara í Húnaþingi vestra mættu í mat og spjall með gestunum í Félagsheimilinu Ásbyrgi.„Skemmtileg stund, Bestu þakkir til allra sem mættu, ekki síst þeirra sem sáu um veitingar,“ en þær voru í umsjón Jónu Halldóru.

Þá má geta þess í framhjáhlaupi að Facebook-síða Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra er lífleg og skemmtileg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir