Setti persónulegt fundamet á einum degi

Sigríður ásamt Snata sínum. AÐSEND MYND
Sigríður ásamt Snata sínum. AÐSEND MYND

Það er Sigríður Ólafsdóttir bóndi í Víðidalstungu sem gerir upp árið í þetta skiptið. Hún er ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra. Hún vonast eftir góðu veðri árið 2024.

Hver er maður ársins? – Karólína í Hvammshlíð.

Hver var uppgötvun ársins? – Nýjar arfgerðir sem sönnuðu sig sem verndandi gegn riðu.

Hvað var lag ársins? – Úff... ekkert sérstakt lag ársins en hlustaði mest á Bubba á árinu samkvæmt Spotify.

Hvað gerðirðu ekki á árinu sem þú ætlaðir þér að gera? – Koma mér í form, bara eins og öll hin árin ;o)

Hvað er eftirminnilegast frá árinu 2023? – Gönguferð á Hornströndum með góðum vinum.

Hvaða þrjú orð lýsa árinu best? – Jarðhræringar (segir sig sjálft) – vísindi (riðurannsóknir) – fundir (setti persónulegt fundamet á einum degi).

Hverju viltu skella á brennuna og hvers vegna? – Riðunni, sem hefur valdið alltof mörgum sauðfjárbændum ómældum sársauka og búsifjum svo áratugum skiptir.

Hvað viltu sjá gerast árið 2024? – Gott veður allt árið – þurfti þetta nokkuð að vera raunhæf ósk annars?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir