Rabb-a-babb 209: Selma Hjörvars

Selma. AÐSEND MYND
Selma. AÐSEND MYND
Nafn: Selma Hjörvarsdóttir.
Árgangur:1962
Fjölskylduhagir: Gift Tómasi Árdal
Búseta: Lerkihlíð 6
Hverra manna ertu og hvar upp alin: Fædd og uppalin í Reykjavík en segist alltaf vera að vestan. Pabbi (Hjörvar Óli Björgvinsson)var fæddur og uppalinn á Grímsstaðarholtinu en mamma (Bára Freyja Ragna Vernharðsdóttir) í Fljótavík á Hornströndum. Á mikið af skyldfólki fyrir vestan og ræturnar sterkar þangað. Við Tommi bjuggum svo fyrir vestan í 10 ár þannig að Vestfirðirnir kalla alltaf á mig. Ég á sex systkini sem eru dreifð um Ísland, Noreg og Svíþjóð.
Starf / nám: Fiskiðnaðarmaður frá Fiskvinnsluskólanum.
Hvað er í deiglunni: Sumarið.
 

Rabbið:

Hvernig nemandi varstu? Afburðanemandi.

Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Ég fermdist með bróður mínum sem er ári eldri ásamt fjórum öðrum krökkum í Árbæjarkirkju á Árbæjarsafni vorið 1975. Sami prestur gifti okkur Tomma síðan í þeirri kirkju árið 1984.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Hamingjusöm.

Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Bækur. Ég var algjör bókaormur og las allt sem ég gat náð í.

Besti ilmurinn? Lyktin af hvönninni í Fljótavík.

Hvar og hvenær sástu núverandi maka þinn fyrst? Portúgal í skólaferðalagi 1981 en var samt búin að vera með honum í bekk alla vega eina önn fyrir það en tók þá fyrst eftir honum.

Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Disco Frisco, ELO og Dire Straits.

Hvernig slakarðu á? Horfa á bíómynd eða þætti.

Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Horfi yfirleitt ekki á línulega dagskrá lengur.

Besta bíómyndin? Þær eru svo margar sem eru góðar að það er erfitt að gera upp á milli en þessar eru nokkrar af mínum uppáhalds: Shawshank Redemption,(það þarf nú ekkert að skýra út hvers vegna, hún er bara best), Fifth element, Instructions not included (endurgerð hennar var sýnd í RÚV um daginn og heitir þar Two is Family en ég mæli með þeirri Mexíkósku), What's Eating Gilbert Grape (stjörnuleikur Leonardo DiCaprio).

Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Simone Biles og Katelyn Ohashi

Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Finna hluti

Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Allur venjulegur heimilismatur.

Hættulegasta helgarnammið? Allt nammi

Hvernig er eggið best? Harðsoðið

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Leti og óstundvísi

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi og leti

Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Það eru tvær reglur sem skipta máli í lífinu. 1) Ekki láta smámuni fara í taugarnar á sér. 2) Allt er smámunir.

Hver er elsta minningin sem þú átt? Þegar ég var um það bil tveggja ára, við bjuggum í Heimabæ í Hnífsdal og langamma var í heimsókn.

Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Katelyn Ohashi og fara flikk flakk heljarstökk, hnakka og hliðarstökk og ganga á höndunum tveim“.

Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Meðan eldarnir brenna eftir Zaharia Stancu. Man bara áhrifin sem hún hafði á mig þegar ég las hana fyrir langa löngu. Segir hörmungasögu sígauna í Rúmeníu í síðari heimsstyrjöldinni. Ditta mannsbarn eftir Martin Andersen Nexö. Man þegar ég las hana sem unglingur þá skildi ég allt í einu hvað heimsbókmenntir væru. Maður gat ekki hætt að lesa og trúði því alltaf að þetta myndi allt verða í lagi í næsta kafla, sem það varð ekki, þannig að maður var teymdur áfram að lesa.

Orð eða frasi sem þú notar of mikið? We will manage.

Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Ryan Reynolds, Miriam Margolyes og Sandra Bullock. Held að það væri bara rosalega skemmtileg blanda af skemmtilegu fólki.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Útþrá.

Framlenging:

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... til Suður-Afríku að heimsækja vini.
 
Bucket list spurningin: Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina:
1. Fara á Kínamúrinn
2. Fara til Machu Picchu
3. Ferðast um Nýja Sjáland

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir