rabb-a-babb 35: Árni Stef

Nafn: Árni Stefánsson.
Árgangur: 1953.
Fjölskylduhagir: Giftur Herdísi Klausen hjúkrunarfræðing og á 4 börn .
Starf / nám: Stúdent frá MA ´73 og íþróttakennari frá ÍKÍ ´76.

Bifreið: Huyndai Tucson ´05.
Hestöfl: 164.
Hvað er í deiglunni: Horfast í augu við verkefni nýs árs.

Hvernig hefurðu það? 
Ég hef það fínt.
Hvernig nemandi varstu? 
Mjög góður í byrjun en var farinn að sitja aftast er leið á menntaskólaárin.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? 
Þegar var nær liðið yfir mig við altarisgönguna. Það hefur sjálfsagt verið Sjérríið.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Íþróttakennari eða bóndi!!
Hvað hræðistu mest? 
Ekkert sérstakt.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? 
Abbey Road.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? 
Ekkert.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 
Enska boltanum.
Besta bíómyndin? 
Sonur þrumunnar. Ég sá seinni hálfleikinn 8 sinnum  og er alltaf að bíða eftir að hún verði endursýnd svo ég geti horft á fyrri hálfleikinn.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? 
Bruce og Angelina - ekki spurning.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? 
Úff það er svo ótalmargt.
Hvað er í morgunmatinn? 
Skyr.is eða ristað brauð með osti og skinku.
Uppáhalds málsháttur? 
Betri er einn fugl í hendi en tveir á flugi.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? 
Loki.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? 
Ég er þokkalegur í eldhúsinu en ég mér finnst maturinn hjá Heddý betri.
Hver er uppáhalds bókin þín? 
Allir góðir reyfarar.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... í Karabíska hafið.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
Skipulagsleysið.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Óstundvísi.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? 
Að sjálfsögðu Birmingham, framtíðin er þeirra.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? 
Michael Jordan, hann var ótrúlegur.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? 
Að sjálfsögðu Heim í Búðardal.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? 
Martin Luther King.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? 
Farsíma, mat og eldunartæki.
Hvað er best í heimi?
Að það ríki friður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir