Fundinum um forystufé frestað til 7.apríl

Ákveðið hefur verið útaf slæmri veðurspá að fresta fundinum sem vera átti næstkomandi sunnudag 17.mars til sunnudagsins 7. apríl. Allt annað er óbreytt. „Áhugafólk um forystufé úr öllum áttum mætir, hefur gaman saman og spjallar um (forystu-)heiminn og geiminn. Ekki síst um umdeilt efni á borð við blendinga, forystufé í göngum, skilgreiningu út frá ættum eða eiginleikum eða útliti. Við skoðum fé, hlustum á sögur, deilum reynslu, spyrjum spurningar og fræðumst á skemmtilegan hátt!“
 
Á Facebooksíðu viðburðar segir að ef tæknin klikkar ekki, verða til upptökur af fyrirlestrunum og einnig af bæjarheimsóknunum. Slóðin verður (upp úr 14.4. í síðasta lagi): www.tinyurl.com/forystuskemmtifundur
Ath: Skráning er hjá Karólínu Elísabetardóttur (messenger-skilaboð) til 3. apríl!
Dagskráin er eftirfarandi: 
Sunnudagur, 7. apríl 2024 
Aðalfundur Forystufjárræktarfélags Íslands verður f.h. sama dag á Laugarbakka - nánari upplýsingar fást beint hjá félaginu
13:00 Bjarg/Miðfirði (rétt sunnan við Laugarbakka):
• Árni Bragason, ráðunautur:
„Ræktunarmarkmið forystufjár; skráning í Fjárvís“
• Ær með mögulega forystueiginleika skoðaðar á bænum – umræða
• Daníel Hansen, forystufjársetri á Svalbarði:
„Hvað er forystufé? Kröfur til forystufjár – fyrr og nú.“
• Umræða, kaffi & kökur
15:45 Illugastaðir/Vatnsnesi:
• Forystukindur á bænum skoðaðar – hreinar og og blendingar
• Halldór Pálsson, sauðfjárbóndi og smalahundaþjálfari á Súluvöllum:
“Forystufé og smalahundar – taugaslitandi keppni eða farsælt samspil?“
- Umræða
17:30 Félagsheimili Hamarsbúð (Vatnsnesi)
• Sögur úr „Forystufé“ eftir Ásgeir frá Gottorp – dæmi fyrir utan staðalmyndarinnar (kollótt eða hnýflótt forystufé, forystufé án forystuættar)
• Hópsamtal:
„Að temja forystufé – meira en bara að spekja það“
• Hlaðborð (þáttakendur leggja til salöt, brauðtertur, kökur, brauð, álegg, ávexti, ...)
• Ólafur Dýrmundsson (í gegnum Zoom): „Reynsla af forystufé - verndun einstakrar erfðaauðlindar“
• Svipmyndir (myndband): forystufé að störfum og leik
• Gulla á Gróustöðum: „Gjörsamlega óþolandi kvikindi? Forystublendingar“
• Sara Hrönn á Brakanda: „Stærsta forystufjárhjörðin Íslands í nærmynd“
• Frjáls umræða og spjall, kaffi, te & smákökur
Áætlað lok: 22:30
Hægt að vera með allan daginn eða bara á ákveðnum stöðum, þáttökugjald (aðallega leiga fyrir félagsheimilið): 1500 kr, borgað á staðnum.
Viðburðinn má finna HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir