Landsvirkjun býður í fræðslumolakaffi á Blönduósi þann 20. mars

Landsvirkjun býður til upplýsingafundar um samspil náttúru og lífríkis við orkuvinnslu við Blöndu miðvikudaginn 20. mars í félagsheimilinu á Blönduósi. 

Dagskrá fundarins er

16:30 - Húsið opnar/kaffiveitingar
17:00 - Geta vindmyllur á Blöndusvæði haft áhrif á fugla? – Fuglarannsóknir á Steinárhálsi Þorkell Lindberg Þórarinsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands
17:30 Virkar þetta? - Uppgræðsla á Eyvindarstaðaheiði, Ingunn Sandra Arnþórsdóttir héraðsfulltrúi Lands og skógar
18:00 Er Blanda að breytast í bergvatnsá? - Jöklarannsóknir á vatnasviði Blöndu Andri Gunnarsson verkefnisstjóri hjá þróun vatnsafls í Landsvirkjun
18:30 Dagskrárlok

Húsið opnar með kaffiveitingum klukkan 16:30 og eru íbúar í nærsamfélaginu og nágrannasveitum sérstaklega hvattir til að mæta. Dagskráin hefst svo klukkan 17 og er áætlað að hún standi til 18:30. Dagkránni verður streymt fyrir þau sem ekki eiga heimangengt en hlekkur á streymið verður auglýstur síðar.

Hægt er að skrá sig á fundinn á Facebook viðburði hjá Landsvirkjun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir