Pavel í veikindaleyfi - virðum friðhelgi hans í bataferlinu

Pavel og Dagur við undirskrift á Kaffi Krók þegar Pavel var ráðinn sem þjálfari Tindstóls. MYND: PF
Pavel og Dagur við undirskrift á Kaffi Krók þegar Pavel var ráðinn sem þjálfari Tindstóls. MYND: PF

Í ljósi veikindaforfalla Pavels Ermolinskij hefur verið ákveðið að Svavar Atli Birgisson taki tímabundið við sem þjálfari meistaraflokks Tindastóls í körfuknattleik karla. Honum til aðstoðar verður Helgi Freyr Margeirsson.

Svavar Atli hefur í langan tíma verið aðstoðarþjálfari meistaraflokksins, nú síðast með Pavel, og Helgi Freyr er þjálfari meistaraflokks kvenna en bætir þessu nýja hlutverki við sig fram á vorið. Auk þjálfarastarfa sinna eiga þeir Svavar og Helgi einnig farsælan feril að baki í leikmannahópi Tindastóls. Fjölmiðlafólk er beðið um að sýna Pavel tillitssemi í umfjöllun sinni um þessar breytingar og virða friðhelgi hans í bataferlinu.

Körfuknattleiksdeild Tindastóls mun ekki tjá sig frekar um málið á næstunni.

Sauðárkróki 12. mars 2024 

F. h. körfuknattleiksdeildar Tindastóls Dagur Baldvinsson, formaður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir