Söfnunarkvöld FNV í kvöld

Nemendur í lífsleikni áfanganum Siðferði og mannréttindi í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra ætla að halda söfnunarkvöld í sal bóknámshúss FNV frá kl.19-21 mánudaginn 11. mars til styrktar Krabbameinsfélagsins.

Aðgangseyrir er 1500 kr. og happdrættismiði innifalinn, hægt að borga með korti og reiðufé.
Á dagskrá eru söngatriði nemenda, happdrætti, pub quiz, verðlauna veitingar, lifandi tónlist og atriði úr hinu frábæra leikriti Með allt á hreinu (sögur segja að fröken Dúddína mæti og verði með skyggnilýsingar).
Þau vonast til að sjá sem flesta og styðja þennan frábæra viðburð hjá krökkunum. Allur ágóði viðburðarins rennur til Krabbameinsfélagsins.

Sjá viðburð HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir