Stórleikur í Síkinu seinnipartinn í dag - skyldumæting!

Emese Vida og ungur aðdáandi. MYND: DAVÍÐ MÁR.
Emese Vida og ungur aðdáandi. MYND: DAVÍÐ MÁR.

Í dag kl. 18:00 fer fram mjög mikilvægur leikur í Síkinu þegar Stólastúlkur mæta Hamar/Þór Þorlákshöfn. Stelpurnar eru búnar að standa sig frábærlega í vetur og eru nú í toppbaráttunni í 1. deildinni og þurfa þær á öllum þeim stuðningi sem hugsast getur fyrir þennan leik. það er því skyldumæting í Síkið fyrir alla þá Tindastóls aðdáendur sem geta klappað og örkrað á stelpurnar þeim til stuðnings. 

Þær eiga nú aðeins þrjá leiki eftir og sitja í fjórða sæti með 26 stig en öll liðin fyrir ofan, sem eru Aþena í 1. sæti, KR í 2. sæti og Hamar/Þór Þ. í 3. sæti, eru jöfn að stigum. Öll liðin eru búin að spila 18 leiki, vinna 13 og tapa fjórum en innbyrgðis viðureignir setja okkur niður í 4. sætið og því mikilvægt að við vinnum þennan leik því þá erum þær nokkuð öruggar í topp þremur.   

 
Allir í Síkið!
Áfram Tindastóll!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir