Skagafjörður

„Það voru sumir orðnir vel skelkaðir“

Enn er víða erfið færð og lítið ferðaveður á Norðurlandi en þegar þessi frétt er skrifuð er þó hægt að komast úr Skagafirði og suður ef notast er við Vatnsskarð og Holtavörðurheiði. Vonskuveður var á Vatnsskarði í gærdag og var haft eftir Þorgils Magnússyni hjá Björgunarfélaginu Blöndu í fréttum Sjónvarps að aðstæður á Vatnsskarði hafi verið erfiðar; fljúgandi hálka og stórhríð og fólk hreinlega hrætt.
Meira

„Ísey stal veskinu hennar mömmu“

Í Suðurgötunni á Króknum býr ung dama að nafni Ísafold Sól Sveinþórsdóttir og hundurinn hennar Ísey. Foreldrar hennar heita Sigþrúður Jóna Harðardóttir og Sveinþór Ari Arason og svo á hún einn bróður sem heitir Ísidór Sölvi. Hundurinn hennar Íseyjar er blanda af Border collie og Labrador og þeir sem þekkja til þessarar blöndu vita að þarna er á ferðinni vinalegur og kraftmikill fjölskylduhundur.
Meira

Allt að 70 bifreiðar í vandræðum á Vatnsskarði

Lögreglan á Norðurlandi vestra hvetur vegfarendur til að fylgjast vel með færð og veðri en gul veðurviðvörun er fyrir umdæmið í dag. Björgunarsveitir eru að störfum á Vatnsskarði en þar eru ökumenn allt að 70 bifreiða í vandræðum í mjög slæmu veðri. Búið er að loka Öxnadalsheiði.
Meira

Algjörlega geggjuð Spánarferð fótboltastúlknanna frá Norðurlandi vestra

Úrvalslið Tindastóls, Hvatar og Kormáks (THK) í 3. flokki kvenna fór snilldar æfinga- og keppnisferð til Salou á Spáni nú seinni partinn í mars og tók þar þátt í Costa Daurada Cup. Það er skemmst frá því að segja að stelpurnar stóðu sig með miklum glæsibrag og skiluðu sér í undanúrslit þar sem þær urðu að þola tap gegn liði frá Japan. Þær urðu því að deila 3.-4. sæti með liði sem kallast Bayern Munchen. Feykir plataði einn af liðsstjórum hópsins, Þóreyju Gunnarsdóttur, til að segja frá Spánarferðinni sem hún segir hafa verið algjörlega geggjaða.
Meira

HEITASTA GJÖFIN - „Auðvitað hárlokkur sitthvoru megin við andlitið“

Arna Ingimundardóttir er frá Sauðárkróki og býr í Iðutúninu á Króknum og er gift Jóhanni Helgasyni og eiga þau saman fjögur börn. Arna er ljósmóðir, vinnur í mæðravernd á HSN Blönduósi og á fæðingadeildinni á sjúkrahúsinu á Akureyri.
Meira

Grillað lambakonfekt og creme brulée

Matgæðingar vikunnar í tbl 21 í fyrra voru Óli Viðar Andrésson og Sigrún Baldursdóttir. Þau búa í Brekkutúninu á Sauðárkróki og eiga þau þrjú börn, Valdísi Ósk 26 ára, Katrínu Evu, að verða 21 ára og Baldur Elí 14 ára en svo skemmtilega vill til að hann fermdist núna á Pálmasunnudag.
Meira

Gleðilega páska

Páskarnir, mesta og elsta hátíð kristinna manna, er önnur stórhátíð kirkjuársins og þá er dauða og upprisu Jesú minnst. Fyrir páskahátíðina er undirbúningstími eins og fyrir jólahátíðina, og fasta eða langafasta og stendur í 40 daga. Á vef Menntamálastofnunar er fróðleik að finna um páskadagana og aðra daga tengdum atburðum þeirra og fer hér á eftir.
Meira

Molduxar lögðu Molduxa í úrslitum Páskamóts Molduxa

Hið glæsilegu páskamóti Molduxa fór fram í dag en þetta er í þriðja skipti sem mótið er haldið. „Átta lið voru skràð til leiks að þessu sinni og eins og á öðrum Molduxamótum sáust taktar sem sjást ekki á hverjum degi á körfuboltavellinum. Keppnin var hörð en gleðin var alltaf til staðar,“ segir í frétt á Facebook-síðu körfuknattleiksdeilda Tindastóls en mótið er haldið til styrktar Stólunum.
Meira

Páskaskemmtun körfunnar í Síkinu í kvöld

Páskaskemmtun körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður í íþróttahúsinu á Króknum í kvöld (laugardag) en þá verður boðið upp á alvöru skrall til styrktar Stólunum. Það verða DJ Ingi Bauer, Úlfur Úlfur og Emmsjé Gauti sem munu annast fjörið.
Meira

92 keppendur tóku þátt í Fljótamótinu

Ferðafélag Fljótamanna stendur fyrir Fljótamóti, skíðagöngumóti í Fljótum, á föstudeginum langa ár hvert en keppt er í öllum aldursflokkum og mótið því upplagt fyrir alla fjölskylduna. Í umfjöllun um mótið á Facebook-síðu þess kemur fram að keppendur í gær hafi verið 92 og allir glaðir en göngubrautin var fimm kílómetra löng.
Meira