Skagafjörður

Hver á skilið að hljóta Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2024?

Það styttist í Sæluviku Skagfirðinga en við setningu hennar hafa síðustu átta árin verið veitt Samfélagsverðlaun Skagafjarðar. Svo verður einnig í ár em nú verða þau veitt í níunda sinn. Setning Sæluviku fer fram í Safnahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 28. apríl nk. en nú vantar aðeins að íbúar sendi inn tilnefningar.
Meira

Ófærð á vegum og leik frestað á Stykkishólmi

Þriðju helgina í röð er leiðindaveður á landinu með erfiðri færð. Nú um klukkan eitt í dag voru Öxnadalsheiði og vegurinn yfir Þverárfjall lokaðir vegna óveðurs og víða skafrenningur og hvassviðri. Af þessum sökum hefur leik kvennaliða Snæfells og Tindastóls, í fyrstu umferð í úrslitakeppninni um sæti í efstu deild, verið frestað um sólarhring og verður leikinn annað kvöld.
Meira

Sýning Nemendafélags FNV komin á YouTube

Leikhópur Nemendafélags FNV setti fyrr í vetur upp leiksýninguna og söngleikinn Með allt á hreinu og var verkið byggt á hinni klassísku kvikmynd Stuðmanna sem fjallaði um samkeppni Stuðmanna og Gæra á sveitaballarúntinum og eitt og annað fleira. Nemendur á Kvikmyndabraut FNV tóku upp verkið og klipptu og nú er hægt að líta dýrðina á YouTube.
Meira

Stólastúlkur æfa á Spáni fyrir komandi tímabil

Bestu deikdar lið Stólastúlkna er um þessar mundir í æfingaferð á Spáni, eða nánar tiltekið á Campoamor svæðinu sem er í um 45 minútna spottafæri frá Alicante. Þar leggja Donni þjálfari og hans teymi síðustu línurnar fyrir keppnistímabilið sem hefst sunnudaginn 21. apríl eða eftir sléttar tvær vikur. Þá mætir lið FH í heimsókn á Krókinn.
Meira

Lillý söng til sigurs

Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir gerði sér í kvöld lítið fyrir og sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin var í Stapanum á Selfossi og var sýnd í Sjónvarpinu í beinni útsendingu. Alls voru fulltrúar frá 25 framhaldsskólum sem tóku þátt í keppninni en Lillý var hreint mögnuð og söng af fádæma öryggi lagið Aldrei, íslenska útgáfu af laginu Never Enough – lag sem er ekki á hvers manns færi að koma frá sér. Til hamingju Lillý og til hamingju FNV!
Meira

Emelíana Lillý syngur í sjónvarpinu í kvöld

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram á Selfossi í kvöld og þar á Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra fulltrúa. Það er Emeliana Lillý Guðbrandsdóttir sem stígur á stokk fyrir FNV og syngur lagið Never Enough sem varð vinsælt í kvikmyndinni The Greatest Showman við íslenskan texta eftir Inga Sigþór Gunnarsson. Lillý er átjánda í röðinni og til að gefa henni atkvæði þarf að hringja í símanúmerið 900 9118.
Meira

Arnar með 616 tonn af fiski úr sjó

Í frétt á 200 mílum mbl.is segir að Arn­ar HU, tog­ari FISK Sea­food, hafi lagst við bryggju á Sauðár­króki sl. þriðju­dags­kvöld hafði hannn lokið rúm­lega þriggja vikna túr og var afla­verðmætið um 238 millj­ón­ir króna.
Meira

Stólarnir settu sjö mörk á Samherja

David Bercedo, sem kom til liðs við karlalið Tindastóls nýlega, reimaði á sig markaskóna í gær þegar Stólarnir tóku á móti Samherjum í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins. Leikið var á Krókum og þegar flautað var til leiksloka hafði Bercedo gert fimm af sjö mörkum Tindastóls í öruggum 7-0 sigri.
Meira

Samningur um byggingu nýs verknámshúss FNV undirritaður

Nú í dag var undirritaður samningur um byggingu nýs verknámshúss við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Undirritunin fór fram í verknámshúsi Fjölbrautaskólans að viðstöddu margmenni þ.á.m. nemendum, starfsfólki skólans og fulltrúum úr atvinnulífinu. Samningurinn gerir ráð fyrir stækkun verknámshúss um allt að 1.400 fermetra.
Meira

Aftur er veðrið að stríða áhugafólki um forystufé

Aftur er veðrið að stríða áhugafólki um forystufé. Fresta þarf aftur skemmti- og fræðslufundinum sem átti að vera næstkomandi sunnudag 7. apríl- og nú til að útiloka stórhríð, hefur verið ákveðið að halda viðburðinn sunnudaginn 9. júní í staðinn.
Meira