V-Húnavatnssýsla

Baldur og Felix á Sauðárkróki og á Blönduósi í dag

Það hefur efalaust ekki farið framhjá neinum að það eru forsetakosningar framundan en kosið verður 1. júní. Næsta mánuðinn verða því forsetaframbjóðendur, sem stefnir jú í að verði nokkrir, á faraldsfæti og munu taka í hendur eins margra og auðið er. Í dag verða þeir Baldur og Felix á ferðinni hér norðan heiða og í dag heimsækja þeir Sauðárkrók og Blönduós – þar sem Felix bjó einmitt um tíma.
Meira

Umhverfisdagur FISK Seafood 2024

Umhverfisdagur FISK Seafood verður haldinn 4. maí nk. frá klukkan 10-12. Áætlað er að tína rusl á strandlengjunni á Sauðárkróki (sem verður skipt upp í svæði), Nöfunum, í Varmahlíð, á Hólum og á Hofsósi. Frá 12:15 mun FISK Seafood bjóða öllum þátttakendum að þiggja veitingar að Sandeyri 2.
Meira

Gul viðvörun á Norðurlandi vestra

Veðurstofan hefur smellt á okkur gulri veðurviðvörun mest allan laugardaginn og fram á aðfaranótt sunnudags. Gert er ráð fyrir ört hækkandi hita og því má búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Gula viðvörunin gildir fyrir Vestfirði og allt Norðurland.
Meira

Alvarleg vanræksla á nautgripum kærð til lögreglu

Í tilkynningu á vef Mat­væla­stofn­unar er greint frá því að MAST hafi kært til lög­reglu alvar­lega van­rækslu eft­ir að 29 naut­grip­ir fund­ust dauðir í gripa­húsi við eft­ir­lit á lög­býli á Norður­landi vestra. Í kjölfarið aflífuðu starfsmenn stofnunarinnar 21 grip til viðbótar á staðnum sökum slæms ástands, allt gripi sem voru hýstir í húsinu.
Meira

Enskumælandi ráð Mýrdalshrepps hlaut Landstólpa Byggðastofnunar

Enskumælandi ráð Mýrdalshrepps er handhafi Landstólpans, samfélagsviðurkenningar Byggðastofnunar, árið 2024. Alls bárust 26 tilnefningar víða af landinu. Viðurkenningin var afhent á ársfundi Byggðastofnunar sem fram fór í Bolungarvík og er þetta í þrettánda sinn sem viðurkenningin er veitt.
Meira

Mikilvægi tækninnar til byggðarþróunar

Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, sagði í erindi sínu að á ársfundi Byggðastofnunar, sem fram fór í Bolungarvík í gær, að í landsbyggðunum fari fram mikilvægustu atvinnuvegir Íslands, öll orkuöflun landsins, þar sé matvælaframleiðslan, öll stóriðjan og stærstur hluti ferðamennskunnar.
Meira

Lið Grunnskóla Húnaþings vestra komið í úrslit Skólahreysti

Í dag tók lið Grunnskóla Húnaþings vestra þátt í hasarnum sem Skólhreysti er en keppnin fór fram í Laugardagshöll og var sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Það var ekki að spyrja að því að Húnvetningarnir komu, sáu og sigruðu sinn riðil og hafa því tryggt sér sæti í úrslitum keppninnar sem fara fram 25. maí.
Meira

Samvinna er lykillinn að góðri útkomu

Viðbragðsaðilar á Norðurlandi vestra stefna á hópslysaæfingu þann 11. maí næstkomandi. Í gær hittist hluti hópsins í húsnæði Krútt á Blönduósi og æfði viðbragð annars vegar við flugslysi og hins vegar rútuslysi þar sem settar voru upp tvær borðæfingar. Frá því segir á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra að æfingar gærdagsins hafi verið undirbúningur fyrir stóru æfinguna í maí en samvinna er að sjálfsögðu lykilinn að góðri útkomu. „Samhæft viðbragð skilar betri þjónustu til borgaranna,“ segir í færslunni. Feykir forvitnaðist aðeins um æfinguna hjá Ásdísi Ýr Arnardóttur, sérfræðingi hjá LNV.
Meira

Vel heppnaður dagur og söfnun gengur vel

Fjölskyldufjör var haldið föstudaginn 12. apríl sl. í Varmahlíð þegar Ungmenna- og íþróttafélagið Smári, Foreldrafélag Varmahlíðarskóla og Kvenfélög Seyluhrepps, Lýtingsstaðahrepps, Akrahrepps og Staðarhrepps tóku höndum saman og hófu söfnun fyrir leik- og íþróttatækjum í Varmahlíð. Með söfnuninni var verið að svara kalli nemenda miðstigs Varmahlíðarskóla við erindi þar sem þau bentu á þörfina fyrir bættri aðstöðu til útiveru og hreyfingar.
Meira

Sigríður áfram formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins

Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi var haldinn á Laugum í Sælingsdag um nýliðna helgi. Á fundinum var Sigríður Ólafsdóttir, Húnaþingi vestra, endurkjörin formaður kjördæmisráðs.
Meira