Biopol gerir tilraunir til að nýta grásleppuna betur

„Hefð er fyrir neyslu á heitreyktum afurðum víða, eins og silungi, laxi, makríl, ál og fleiri tegundum. Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumeistari hefur til að mynda útbúið snittur með heitreyktri grásleppu sem mæltust vel fyrir. Einnig útbjó hún djúpsteiktar bollur úr kaldreykta fiskinum sem voru kynntar á grásleppuhátíð á Bakkafirði síðasta sjómannadag. Var gerður góður rómur að réttinum. Hefð er fyrir matreiðslu af þessari gerð í Suður-Evrópu, eins og t.d. saltfiskkrókettum á Spáni,“ segir í umfjöllun Fiskifrétta. MYNDIR: BIOPOL
„Hefð er fyrir neyslu á heitreyktum afurðum víða, eins og silungi, laxi, makríl, ál og fleiri tegundum. Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumeistari hefur til að mynda útbúið snittur með heitreyktri grásleppu sem mæltust vel fyrir. Einnig útbjó hún djúpsteiktar bollur úr kaldreykta fiskinum sem voru kynntar á grásleppuhátíð á Bakkafirði síðasta sjómannadag. Var gerður góður rómur að réttinum. Hefð er fyrir matreiðslu af þessari gerð í Suður-Evrópu, eins og t.d. saltfiskkrókettum á Spáni,“ segir í umfjöllun Fiskifrétta. MYNDIR: BIOPOL

Hjá Biopol á Skagaströnd hafa verið gerðar tilraunir til að nýta kjöthluta grásleppunnar til framleiðslu á matvöru og verða afurðirnar kynntar á sjávarútvegssýningu í Barcelona í næsta mánuði. Halldór G. Ólafsson, framkvæmdastjóri Biopol, segir í umfjöllun Fiskifrétta Viðskiptablaðsins, að gerðar hafi verið tilraunir með kald- og heitreykingu grásleppuflaka og þurrkun á grásleppuhveljum með það fyrir augum að bjóða hana sem valkost í gæludýrafóður.

„Við höfum verið að búa til sýnishorn til þess að kynna úti á markaðnum. Fyrirtækin Brim og Bjarg á Bakkafirði hafa tekið þátt í þessu með okkur ásamt Háskólanum á Akureyri. Brim mun kynna þessar vörur á sjávarútvegssýningunni í Barcelona og jafnvel einnig á sjávarútvegssýningu í Póllandi næsta haust með það fyrir augum að komast að því hvort einhver áhugi sé fyrir þessum vörum,“ segir Halldór sem bætir við að afurðirnar séu í góðu lagi en helsta vandamálið við vinnslu á grásleppu sé það að ekki eru til vélar til þess að flaka hana. Vinnslunni fylgi því mikil handavinna og hún sé því kostnaðarsöm.

„En auðvitað gerist ekki neitt ef enginn reynir neitt. Brim hefur kynnt fiskinn fyrir erlendum kaupendum og sent sýnishorn af heilli, frosinni grásleppu. Sama spurningin vaknar alltaf sem er sú hvernig þessir aðilar eigi að nýta þennan fisk. Hér hafa menn ekki haft nein svör við því fram að þessu. En núna erum við alla vega komnir með nokkrar leiðir til að nýta hann. Við höfum líka prófað að niðursjóða grásleppu en þetta snýst að miklu leyti um vinnsluaðferðir,“ segir í fréttinni.

Nánar um málið á vef Fiskifrétta >

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir