Fjórir fluttir á sjúkrahús í Reykjavík eftir harðan árekstur

Frá Blönduósflugvelli. MYND: LÖGREGLAN Á NV
Frá Blönduósflugvelli. MYND: LÖGREGLAN Á NV

Alvarlegt umferðarslys varð á þjóðvegi 1 til móts við bæinn Enniskot í Húnaþingi vestra sem er um 20 km suðvestur af Blönduósi. Tilkynnt var um slysið skömmu fyrir kl. 17. Um var að ræða harðan árekstur tveggja bifreiða sem ekið var úr gagnstæðum áttum eins og segir í tilkynningu á síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra á Facebook.

Tvennt var í hvorri bifreið en tveir hinna slösuðu voru fluttir með sjúkraflugi frá Blönduósflugvelli til Reykjavíkur og tveir með sjúkrabifreið, einnig til Reykjavíkur. Ekki er hægt að segja til um meiðsl fólksins á þessu stigi.

Blönduóssflugvöllur var lokaður vegna snjóalaga en opnaður með snjómoksturstækjum um leið og fréttist af slysinu. Tildrög slyssins eru í rannsókn.

Í frétt á mbl.is segir að þjóðvegur 1 hafi verið lokaður um tíma vegna slyssins og urðu nokkrar tafir á umferð í kjölfarið en vegurinn hefur verið opnaður á ný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir