Góðar gjafir í málmsmíða- og vélfræðistofu Varmahlíðarskóla

Sigurbjörg Svandís, Rakel Sonja, og Arnar Logi við kærkomið verkfærasett.MYND AÐSEND
Sigurbjörg Svandís, Rakel Sonja, og Arnar Logi við kærkomið verkfærasett.MYND AÐSEND
Málmsmíða- og vélfræðistofu Varmahlíðarskóla hafa borist góðar gjafir í vetur. Fyrir áramótin fékk stofnan að gjöf nýja og fullkomna mig/mma suðuvél, sem var mikil breyting frá gömlu suðuvélinni, sem var orðin því sem næst ónothæf.
Nú á dögunum bárust stofunni tvö glæsileg verkfærasett frá gömlum nemendum skólans, sem reka fyrirtæki í Skagafirði og á Akureyri, Víðimelsbræður ehf. og Skútaberg ehf. Þrír nemendahópar hafa stundað námið í vali og hafa verkefni vetrarins verið fjölbreytt, ýmiskonar járnsmíði, æfingar í mig-suðu og kynning á logsuðu. „Framundan eru verkefni tengd vélfræði og munu nemendurnir taka í sundur (og vonandi setja saman) fjórgengismótor en bóklegt námskeið um ýmsa þætti véla og farartækja voru fyrir páskana,“ segir Kári Gunnarsson kennari í Varmahlíðarskóla.
Myndirnar eru af nemendum úr mánudagshópi að vígja nýju verkfærasettin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir