Söfnunardagur fyrir Bernharð Leó í dag

Bernharð Leó. MYND FYLGIR VIÐBURÐI
Bernharð Leó. MYND FYLGIR VIÐBURÐI
Í dag er stóri dagurinn sem Árni og Ragga á Hard Wok voru búin að biðja okkur að taka frá, 20.mars.
 
Söfnunardagur fyrir Bernharð Leó og fjölskyldu. Bernhard Leó er ungur Skagfirskur baráttumaður sem glímir við sjaldgæfan sjúkdóm. Þeim á Wok langar gefa Bernharð og fjölskyldunni sölu eins dags. Boðið verður uppá hamborgara, franskar og kokteilsósu sem þau selja á 2500 kr og mun öll salan renna til fjölskyldunnar. Þau vona að sem flestir mæti og fái sér hamborgara og leggi fjölskyldunni lið í leiðinni. „Eitt af því besta við að búa í Skagafirði og að vera Skagfirðingur er að við stöndum saman í blíðu og stríðu,“ segir í Facebooktilkynningu með viðburðinum. 
 
Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt, en vilja leggja söfnuninni lið hér er reikningsnúmer.
0310-13-3569 kt. 1305873569
 
Einnig kom fram að þeir sem hefðu tök á að aðstoða við afgreiðslu á álagstímunum í hádegi 11.30 til 14.00 og 17.00 til 21.00 mættu hafa samband við þau í skilaboðum á Facebook eða í síma 7706368.
 

Árni og Ragga- þið eruð öðrum fyrirmynd með hjartað á réttum stað, gangi ykkur vel í dag og að sjálfsögðu hvetjum við alla til að leggja þessu yndislega málefni lið. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir