Syngjandi sveifla í Hörpu

Þann 6. apríl næskomandi verður „Syngjandi sveifla“ í Eldborgarsal Hörpu þegar landslið tónlistarmanna stígur á svið til heiðurs Geirmundi Valtýssyni og syngur brot af því besta sem sveiflukóngur Skagafjarðar hefur samið.

Sigga og Grétar í Stjórninni, Helga Möller og dóttir hennar Elísabet Ormslev, Ari Jónsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Skagfirðingarnir Óskar Pétursson og Sverrir Bergmann flytja valdar perlur Geirmundar sem verður, ótrúlegt en satt áttræður helgina eftir, þann 13 apríl. Magnús Kjartansson sem ekki þarf að kynna fyrir landsmönnum sér um hljómsveitastjórn og nokkuð ljóst að það verður enginn svikin af þessari veislu.

Tónleikarnir verða tvennir, aðrir kl.20:00 þar eru örfáir miðar eftir og aukatónleikar kl.16:00, ennþá er hægt að nálgast miða HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir