Baldur og Felix á Sauðárkróki og á Blönduósi í dag

Baldur og Felix ætla að vinna saman á Bessastöðum ef þeir komast ... alla leið!
Baldur og Felix ætla að vinna saman á Bessastöðum ef þeir komast ... alla leið!

Það hefur efalaust ekki farið framhjá neinum að það eru forsetakosningar framundan en kosið verður 1. júní. Næsta mánuðinn verða því forsetaframbjóðendur, sem stefnir jú í að verði nokkrir, á faraldsfæti og munu taka í hendur eins margra og auðið er. Í dag verða þeir Baldur og Felix á ferðinni hér norðan heiða og í dag heimsækja þeir Sauðárkrók og Blönduós – þar sem Felix bjó einmitt um tíma.

Það verður súpufundur kl. 12:00 í Gránu Bistro á Sauðárkróki en vöfflukaffi í Félagsheimilinu Blönduósi kl. 17:00. Öllum er boðið og það er því um að gera fyrir fólk að hitta þá félaga og taka jafnvel spjallið.

Hér má kynna sér erindi þeirra félaga >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir