Deiliskipulag Hegranesþingstaðar

Gerð hefur verið skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir Hegranesþingstað í landi Garðs í Hegranesi. Skipulagslýsingin gerir ráð fyrir nýju deiliskipulagi fyrir hinn forna þingstað og nánasta umhverfi, svæðið er í dag lítið afmarkað. Skipulagssvæðið er um 12,5 ha að stærð. 

Framangreind skipulagslýsing var samþykkt á fundi Skipulags- og byggingarnefndar þann 4. desember 2015, staðfest á fundi sveitarstjórnar þann 9. desember 2015. Skipulagslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og til sýnis í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut 17-21 frá 29. apríl til 25. maí 2016.

Skriflegum ábendingum við skipulagslýsinguna skal skila til skipulags – og byggingarfulltrúa í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut eigi síðar en 25. maí 2016, samkvæmt auglýsingu á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir