Fernando Bethencourt verður næsti aðstoðarþjálfari Stólanna í körfunni

Fernando Bethencourt Muñoz. Mynd úr einkasafni.
Fernando Bethencourt Muñoz. Mynd úr einkasafni.

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ráðið Spánverjann frá Tenerife, Fernando Bethencourt Muñoz, sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla næsta tímabil. Samningurinn er til eins árs með opnun á tveggja ára samning.

Að sögn Stefáns Jónssonar, formanns deildarinnar, er hér mikill happafengur á ferðinni en Fernando er sprenglærður í íþróttafræðum með mikla reynslu á sviði þjálfunar m.a. með sérhæfingu líkamlegrar þjálfunar í körfubolta. Tímabilið 2015-16 var hann íþróttaþróunaraðili (e. Sports development coordinator) hjá Club Baloncesto Almuñecar í Granada.

Fernando er einnig framhaldsskólakennari og mun hann kenna spænsku við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki næsta skólaár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir