Góður árangur UMSS á Stórmóti ÍR

Andrea Maya Chirikadzi varð í 1.sæti í kúluvarpi. Mynd: Facebooksíða UMSS.
Andrea Maya Chirikadzi varð í 1.sæti í kúluvarpi. Mynd: Facebooksíða UMSS.

18 keppendur frá UMSS tóku þátt í Stórmóti ÍR í frjálsum sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina. Þetta var í 22. sinn sem mótið er haldið en það er  fjölmennasta frjálsíþróttamót ársins og hefur undanfarin ár verið vettvangur stórra afreka og mikillar fjöldaþátttöku. Að þessu sinni voru tæplega 700 keppendur skráðir til leiks og komu þeir frá 33 félögum víðsvegar að af landinu auk þess sem 42 keppendur frá Færeyjum tóku þátt í mótinu.

Alls hlaut UMSS tíu verðlaun á mótinu, þrenn gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og fern bronsverðlaun:

• Andrea Maya Chirikadzi - 1.sæti í kúluvarpi og nýtt héraðsmet 15 ára stúlkna í þriggja kg kúlu innanhúss.
• Jóna Karitas Guðmundsdóttir - 1. sæti kúluvarp.
• Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir - 1. sæti hástökk.
• Ísak Óli Traustason - 2. sæti langstökk.
• Ísak Óli Traustason - 2. sæti í 60 m grind.
• Rúnar Ingi Stefánsson - 2. sæti kúluvarp.
• Guðmundur Smári Guðmundsson – 3. sæti 800 m hlaup.
• Guðmundur Smári Guðmundsson - 3. sæti 400 m hlaup.
• Indriði Ægir Þórarinsson - 3. sæti kúluvarp.
• Marín Lind Ágústsdóttir - 3. sæti langstökk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir