Gylfi Ólafsson efstur á framboðslista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi

Gylfi Ólafsson, Lee Ann Maginnis og Sturla Rafn Guðmundsson, efstu menn Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Gylfi Ólafsson, Lee Ann Maginnis og Sturla Rafn Guðmundsson, efstu menn Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.

Búið er að birta framboðslista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 29. október nk. Gylfi Ólafsson, heilsuhagfræðingur frá Ísafirði leiðir listann en annað sætið skipar Lee Ann Maginnis, verkefnastjóri á Blönduósi og Sturla Rafn Guðmundsson, Garðabæ það þriðja.

Gylfi segist stoltur af listanum sem er fjölbreyttur bæði landfræðilega og hvað varðar bakgrunn og menntun. Þá sé mikil ánægja með hvernig kynin fléttast niður allan listann.

„Það sem við leggjum til er að nýta eða vera með uppboð á hluta aflaheimilda og eyrnamerkja féð sem kemur úr því í innviðasjóði til þess að styrkja vega-, raflagna-, fjarskypta- og heilbrigðiskerfi út um allt land,“ segir Gylfi en innviðasjóðurinn yrði þá eyrnamerktur þeim landssvæðum sem auðlyndirnar eru nýttar í.

Framboðslisti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi:

1.         Gylfi Ólafsson, heilsuhagfræðingur, Ísafirði 

2.         Lee Ann Maginnis, verkefnastjóri,     Blönduósi       

3.         Sturla Rafn Guðmundsson, svæðisstjóri RARIK, Garðabæ

4.         Lísbet Harðardóttir, málari, Ísafirði   

5.         Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, lögfræðingur, Blönduósi

6.         Maren Lind Másdóttir, stjórnandi farangurskerfa á Keflavíkurflugvelli, Akranesi

7.         Jón Ottesen Hauksson, framkvæmdastjóri, Akranesi

8.         Ása Katrín Bjarnadóttir, nemi, Akranesi

9.         Jóhannes H. Hauksson, mjólkurfræðingur, Búðardal

10.       Jóhanna Guðrún Jónasdóttir, leikskólastjóri, Blönduósi

11.       Ragnar Már Ragnarsson, byggingarfræðingur, Stykkishólmi

12.       Unnur Björk Arnfjörð, skólastjóri, Ísafirði

13.       Pálmi Pálmason, framkvæmdastjóri, Akranesi

14.       Ragnheiður Jónasdóttir, verkefnastjóri, Akranesi

15.       Auður H. Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Ísafirði

16.       Jóhannes Finnur Halldórsson, hagfræðingur, Akranesi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir