Hildur Heba og Jódís Helga reyndust bestar í stærðfræði

Hildur Heba tekur við verðlaunum fyrir fyrsta sætið. Mynd: GK.
Hildur Heba tekur við verðlaunum fyrir fyrsta sætið. Mynd: GK.

Úrslit í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og níundu bekkja í grunnskólum á Norðurlandi vestra og Tröllaskaga fór fram í Ólafsfirði í gær. Hildur Heba Einarsdóttir nemandi Árskóla á Sauðárkróki gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina.

Jódís Helga Káradóttir tekur við sínum verðlaunum fyrir 2. sætið. Mynd: GK.Alls tóku 15 nemendur þátt í úrslitunum að þessu sinni en þetta var í tuttugasta skiptið sem keppnin er haldin. Skagfirðingar voru nokkuð sleipir í reikningnum að þessu sinni því eins og áður sagði varð Hildur Heba Einarsdóttir í fyrsta sæti og sveitungi hennar Jódís Helga Káradóttir í Varmahlíðarskóla varð í öðru sæti. Þá endaði Styrmir Þeyr Traustason í Dalvíkurskóla í því þriðja. Vegleg verðlaun voru veitt fyrir þessi þrjú sæti og segir á heimasíðu Menntaskólans á Tröllaskaga að keppnin hafi verið jöfn og spennandi og keppendur allir sjálfum sér og skólum sínum til sóma. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir