Kría hafði betur í toppslagnum

Viktor Smári geysist upp vinstri kantinn. MYND: SIGURÐUR IINGI
Viktor Smári geysist upp vinstri kantinn. MYND: SIGURÐUR IINGI

Karlalið Tindastóls í fótboltanum spilaði síðasta leik sinn í Lengjubikarnum í gær en þá fengu þeir lið Kríu í heimsókn á græna flauelsdúkinn á Króknum. Leikurinn átti að fara fra, um liðna helgi en var þá frestað vegna snjóa og veðurs. Úr varð spennuleikur en bæði lið höfðu unnið alla sína leiki í riðli 4 í C-deild Lengjubikarsins. Það fór á endanum svo að Kría hafði betur, gerðir þrjú mörk en lið Tindastóls tvö.

Það var hið vænsta veður til knattspyrnuiðkunar á skírdag þó það hafi verið nokkuð napurt. Addi Ólafs kom Stólunum yfir eftir 25 mínútur en Einar Þórðarson jafnaði þremur mínútum síðar. Staðan var 1-1 í hálfleik en á 69. mínútu kom Tómas Snorrason gestunum yfir. Það sirti í álinn skömmu síðar þegar Addi fékk að líta rauða spjaldið og heimamenn því einum færri. Á 81. mínútu kom Einar Örn Sigurðsson Kríu í 1-3 en dómarinn jafnaði leikinn með því að sýna Kolbeini Ólafssyni rauða spjaldið á 86. mínútu. Jónas Aron Ólafsson lagaði stöðuna fyrir Stólana þremur mínútum síðar en heimamenn náðu ekki að jafna leikinn og tap því staðreynd.

Annað sæti riðilsins því uppskera Tindastóls, þrir sigurleikir og eitt tap. Íslandsmótið í 4. deild hefst síðan ekki fyrr en 8. maí en þá kemur lið Skallagríms á Krókinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir