Stólastúlkur spila í Kópavogi í dag

Þeir sem hafa beðið spenntir eftir fréttum af leikmannaveiðum knattspyrnudeildar Tindastóls fyrir Bestu deildar lið Stólastúlkna hafa mögulega fylgst með og flett upp félagaskiptasíðu KSÍ. Þar má sjá að finnsk stúlka, Annika Haanpää, hafi samið við Tindastól. Jún er komin með leikheimild en ekki væntanleg til landsins fyrr en í byrjun næstu viku samkvæmt upplýsingum Feykis.

Annika er 25 ára gömul og fór ung í atvinnumennsku, hefur spilað í Finnlandi og á Ítalíu en þaðan kemur hún einmitt til liðs við Stólastúlkur. Enn er ekki komin fréttatilkynning um leikmannaskiptin á síðu Tindastóls en þá verður væntanlega meira að hafa af upplýsingum um Anniku.

Í dag stóð til að lið Breiðabliks kæmi í heimsókn á Krókinn í 2. umferð Bestu deildarinnar en vegna vallaraðstæðna á Sauðárkróki var ákveðið að vígsla leikjum liðanna í sumar. Það verður því leikið á heimavelli Blika í dag í Kópavoginum og hefst leikurinn kl. 16:15.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir