Nú mæta allir í Síkið

Íslandsmeistarar Tindastóls taka á móti Grindavík í Síkinu í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 19:30 en miðasala fer fram á Stubb. Nú er um að gera að fjölmenna í Síkið og styðja strákana okkar til sigurs. Grindvíkingar rúlluðu yfir okkar menn í fyrsta leik og nú þurfa allir Stólar að gera betur.

Fólk er hvatt til að flagga Tindastólsfánanum, næra sig vel og muna eftir að drekka nóg af vatni, spjalla um leikinn í vinnunni og fara vel yfir málin. Síðan eru stuðningsmenn hvattir til að skella sér í Tindastólsbolinn, setja upp kúrekahattinn og ganga í Síkið. Mögulega vantar í upptalninguna að æskilegt sé að setja smá svitalyktareyði undir hendur en látum það slæda.

Kl. 17:30 / Tjaldið opnar. Gott að næra sig vel með einum hamborgara og með því. Hlusta á góða tónlist og koma sér í gírinn.
Kl. 18:30 / Síkið opnar
Kl. 19:30 / Tindastóll - Grindavík

Munum að vera jákvæð og hvetja strákana fallega. Áfram Tindastóll!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir