rabb-a-babb 61: Birkir Rafn

Nafn: Birkir Rafn Gíslason.
Árgangur: 1981.
Fjölskylduhagir: Fer eftir árstíma.
Starf / nám: Tónlistarmaður.
Bifreið: Engin.
Hvað er í deiglunni: Að fylgja eftir fyrstu sólóplötunni minni Single Drop, sem var að koma í allar betri hljómplötuverslanir á landinu.

Hvernig hefurðu það? Rosa fínt.
Hvernig nemandi varstu? Afar hressandi nemandi með valkvíða.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Að vera með greitt í píku.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Það sem ég er.
Hvað hræðistu mest? Að fara á hausinn ef enginn kaupir plötuna mína, ekki viljið þið það?
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Use your IIIusion II - Guns N´ Roses.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? Syng bara Abba í kareóki.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Út og suður er hressandi þáttur.
Besta bíómyndin? Kúreki Norðursins, bíð spenntur eftir að hún komi á DVD.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Bruce Willis því ég á eiginhandaráritun frá honum. Erum góðir saman.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Kaffi.
Hvað er í morgunmatinn? Special K og stundum ristað brauð á sunnudögum ef ég er í rosa fíling.
Uppáhalds málsháttur? Eigi skaltu vaka þó dauður sért.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Andrés Önd.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Nautasteikin mín klikkar aldrei.
Hver er uppáhalds bókin þín? Ævisaga Keith Richards. Þetta er bók sem allir verða lesa.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... til Tallinn í Eistlandi, geggjuð borg í alla staði.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Væri til í að geta skipulagt mig betur. Vera ekki alltaf með allt á  síðustu stundu.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Horfi ekki á fótbolta en hélt með Everton þegar ég var krakki  því að  Dolli gaf mér búning með þeim þá.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? Hemma Gunn.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Heim í Búðardal, algjör perla,
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Mamma og pabbi.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Gítarinn myndi duga mér fínt.
Hvað er best í heimi? Að búa til músík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir