SSNV aðili að alþjóðlegu samstarfsverkefni

Á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, segir frá því að samtökin taka þátt í alþjóðlegu samstarfsverkefni sem hlaut á dögunum styrk úr sjóði Norðurslóðaverkefna. Er því ætlað að taka á ýmsum áskorunum sem fyrirtæki á jaðarsvæðum kunna jafnan að glíma við, svo sem smæð markaðar, fjarlægð frá markaði og einangrun. 

Á vef SSNV segir að markmið samstarfsins sé meðal annars að þróa nýjungar í stafrænum markaðs- og söluhugbúnaði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og aðstoða þau við að nýta sér stafræna möguleika. Einnig sé stefnt að því að þátttaka í verkefninu stuðli að alþjóðlegum vexti fyrirtækja sem byggja á líffræðilegum auðlindum svæðisins, svo sem fiski, landbúnaði, skógrækt og öðrum tengdum iðnaði. Aðrir þátttakendur í verkefninu eru WESTBIC og ICBAN (atvinnuþróunarfélög), Udaras na Gaeltachta (landshlutasamtök), University of Ulster og Karelia University (háskólar í Norður-Írlandi og Finnlandi). 

Udaras na Gaeltachta leiðir verkefnið og verkefnisstjóri verkefnisins fyrir SSNV er Sveinbjörg Pétursdóttir, atvinnuráðgjafi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir