Skemmtikraftar Laufskálaréttarballsins kynntir til leiks
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf, Lokað efni
09.09.2025
kl. 10.07
Það styttist í Laufskálarétt sem fram fer 27. september sem þýðir að sjálfsögðu að það er jafn stutt í Laufskálaréttarballið sem margur bíður eftir með óþreyju. Ballið verður venju samkvæmt í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Nú er búið að tilkynna hverjir muni sjá um að halda stuðinu í hæstu hæðum á þessu stærsta sveitaballi haustsins.
Meira