Fréttir

Samvinnurými á Skagaströnd hlaut 15 milljón króna styrk

SSNV og sveitarfélagið Skagaströnd hafa undirritað samning vegna 15 milljón króna styrks til að skapa samvinnurými á Skagaströnd. Í frétt á vef SSNV segir að markmiðið með verkefninu sé að skapa samvinnurými á Skagaströnd með því að standsetja og markaðssetja húsnæði í eigu sveitarfélagsins, skapa forsendur fyrir léttan iðnað í hluta hússins og aðstöðu fyrir frumkvöðla og minni fyrirtæki í öðrum hluta þess.
Meira

Skagabyggð hlaut styrk vegna Verndun Kálfshamarsvíkur

Skagabyggð hlaut fyrir helgi styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða að upphæð 3.600.000 kr. vegna verkefnisins Verndun Kálfshamarsvíkur sem miðar að því að hreinsa í burtu núverandi girðingar á deiliskipulagssvæðinu og girða svæðið af upp á nýtt. Einnig á að hnitsetja og merkja um 3 km langa gönguleið og setja tréstíga yfir blautustu svæðin á þeirri leið.
Meira

Karl Lúðvíks sæmdur Gullmerki UMFÍ

Það var ekki nóg með að Gunnar Þór Gestsson væri sæmdur Gullmerki ÍSÍ á ársþingi UMSS um liðna helgi því auk hans var íþróttakempan og kennarinn Karl Lúðvíksson sæmdur Gullmerki UMFÍ. Í frétt á vef Ungmennafélags Íslands segir að Karl sé þekktur fyrir störf sín og er fastagestur á Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið er ár hvert.
Meira

Heima í stofu í kvöld | Áskell Heiðar í spjalli

Viðburðaséníið Áskell Heiðar Ásgeirsson, sem við Skagfirðingar eignum okkur þó hann sé vissulega fæddur og uppalinn á Borgarfirði eystra, býður okkur „Heim í stofu“ núna í Sæluviku. Hann er vissulega ekki að bjóða okkur heim í sína stofu heldur getum við keypt okkur miða á tónleika sem verða haldnir á sex mismunandi heimilum og stöðum á Sauðárkróki. Nú er þetta að bresta á því Heima í stofu er einmitt í kvöld!
Meira

Jóhann Örn ráðinn í nýtt starf tengslafulltrúa hjá Húnaþingi vestra

Jóhann Örn Finnsson var í gær boðinn velkominn í nýtt og spennandi starf sem styðja mun við farsæld barna í Húnaþingi vestra. Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að hann hafi verið ráðinn í nýtt starf tengslafulltrúa á fjölskyldusviði sem auglýst var á dögunum.
Meira

Lið Tindastóls jafnaði metin með sigri liðsheildarinnar

Lið Tindastóls og Aþenu mættust í annað sinn í einvígi sínu um sæti í Subway-deildinni í Síkinu í kvöld. Lið Aþenu fór illa með haltrandi Stólastúlkur í fyrsta leik sem var aðeins spennandi fyrstu mínúturnar. Það var annað uppi á teningnum í kvöld því leikurinn var æsispennandi en að þessu sinni var það lið Tindastóls sem leiddi lungann af leiknum. Gestirnir voru aðeins yfir í 20 sekúndur en voru annars í stöðugum eltingaleik við baráttuglatt lið Tindastóls. Það fór svo að taugar heimastúlkna héldu og sigur hafðist, lokatölur 67-64 og staðan í einvíginu 1-1.
Meira

Gunnari Þór afhent Gullmerki ÍSÍ fyrir mikil og góð störf

Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) hélt ársþing sitt í félagsheimilinu Tjarnarbæ laugardaginn 27. apríl síðastliðinn. Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson en hann notaði tækifærið og veitti Gunnari Þór Gestssyni, formanni UMSS, Gullmerki ÍSÍ á þinginu fyrir mikil og góð störf í þágu íþrótta en Gunnar Þór hefur m.a. setið í fjölmörgum nefndum og starfshópum ÍSÍ.
Meira

Skagaströnd fékk rúmlega 41 milljón króna styrk vegna Spákonuhöfða

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, úthlutaði fyrir helgi úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2024. Tvö verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrki og annað þeirra var merkt Sveitarfélaginu Skagaströnd, styrkur að upphæð kr. 41.105.000 vegna verkefnisins Spákonufellshöfðu: Aðgengi fyrir alla.
Meira

Lokamót í Skagfirsku mótaröðinni

Á heimasíðu Hestamannafélagsins Skagfirðings segir að lokamótið í Skagfirsku mótaröðinni hafi verið  haldið á dögunum þar sem keppt var í gæðingakeppni, tölti og skeiði en hér að neðan eru úrslitin: 
Meira

Kirkjukvöld Kirkjukórs Sauðárkrókskirkju í kvöld

Kirkjukvöld Kirkjukórs Sauðárkróks er að venju haldið mánudag í Sæluviku nánar tiltekið í kvöld 29. apríl kl. 20:00.
Meira