Tveir Stólar í körfuboltalandsliðinu

Craig Pedersen þjálfari karlalandsliðs Íslands í körfubolta tilkynnti í gær þá 12 leikmenn sem halda til Tékklands í dag til að etja kappi við heimamenn í undankeppni HM. Arnar Björnsson og Axel Kára, leikmenn Tindastóls, eru þar á meðal.

Tvær breytingar voru gerðar á 12 manna liðinu sem áður hafði verið kynnt en Pavel Ermolinskij getur ekki tekið þátt vegna meiðsla og Tryggvi Snær Hlinason fær ekki leyfi hjá félagsliði sínu að vera með í fyrri leiknum. Þeir Axel, og Tómas Þórður Hilmarsson, leikmaður Stjörnunnar, komu inn í stað þeirra Pavels og Tryggva. Tómas spilar sinn fyrsta A-landsliðsleik gegn Tékklandi en Axel hefur leikið vel á fimmta tug A landsleikja.

Ísland spilar gegn Tékklandi á föstudaginn 24. nóvember og svo Búlgaríu hér heima mánudaginn 27. nóvember.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir