Vinnuskóli og sláttuhópur í Húnaþingi vestra

Mynd: hunathing.is.
Mynd: hunathing.is.

Húnaþing vestra mun starfrækja vinnuskóla í sumar fyrir 13-17 ára ungmenni og hefst hann miðvikudaginn 6. júní nk. Vinnutími er frá klukkan 8:30-12:00 árdegis og 13:00-16:00 síðdegis, frá mánudegi til fimmtudags, á föstudögum lýkur vinnu kl. 12:00. Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að verkbækistöð verði í vinnuskólahúsinu að Norðurbraut 14, Hvammstanga en mögulega verði starfsstöð á Borðeyri, með samskonar sniði og fyrri ár.

Kaup og kjör:

Aldur: Ungmenni fædd árið 2002 (10.b)
Vinnutímabil: 8-10 vikur.
Laun: tímalaun m/orlofi 838,00 kr.
Hafa einnig kost á að starfa í sláttuhóp þar sem greitt er eftir kjarasamningi.

Aldur: Ungmenni fædd árið 2003 (9.b)
Vinnutímabil: 7 vikur.
Laun: tímalaun m/orlofi 683,00 kr.

Aldur: Ungmenni fædd árið 2004 (8.b)
Vinnutímabil: 5 vikur.
Laun: tímalaun m/orlofi: 580,00 kr.

Aldur: Ungmenni fædd árið 2005 (7.b)
Vinnutímabil: 4 vikur. (hálfan daginn)
Laun: tímalaun m/orlofi: 486,00 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir