Fréttir

Stólarnir reyndust sterkari á vítapunktinum

Tindastóll og Magni Grenivík mættust í dag í 2. umferð Mjólkurbikars karla og fór leikurinn fram við fínar aðstæður á Króknum. Grenvíkingar eru deild ofar en Stólarnir en urðu að sætta sig við að kveðja bikarinn eftir að hafa lotið í lægra haldi eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni þar sem Stólarnir reyndust sterkari á svellinu.
Meira

Grindvíkingar Kane-lausir í Síkinu á mánudaginn

Íslandsmeistarar Tindastóls leika annan leik sinn í úrslitakeppni Subway-deildarinnar á mánudagkvöld og fer leikurinn fram í Síkinu. Grindvíkingar verða þá án eins af lykilmönnum sínum þar sem aga- og úrskurðarnefnd KKÍ dæmdi í gær DeAndre Kane í eins leiks bann vegna háttsemi sinnar eftir leik í 21. umferð deildarkeppninnar.
Meira

Brimskaflar lífsins | Leiðari 12. tbl. Feykis

Að liggja á spítala getur verið góð skemmtun. Undirritaður þurfti í ársbyrjun að leita sér hjálpar vegna augnvandamála og fékk að dvelja á Landspítalanum í ellefu daga. Eftir að hafa séð allt í móðu í nokkrar vikur tók augnlæknirinn minn fram galdraverkfærin sín og smám saman varð ljós. Hann vildi hafa auga með mér, vandræðagarminum, og fannst rétt að ég tæki gluggasæti á 12G.
Meira

Ný samgöngu- og innviðaáætlun kynnt á ársþingi SSNV

Í gær var 32. ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlanid vestra haldið í félagsheimilinu á Blönduósi og samkvæmt frétt á vef SSNV heppnaðist þingið vel. Mæting var góð en á meðal gesta voru kjörnir fulltrúar á Norðurlandi vestra og Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Háskólinn á Hólum hlaut á þinginu viðurkenninguna Byggðagleraugun 2024.
Meira

Ferriol mættur á miðjuna hjá Stólunum

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við Spánverjann Manuel Ferriol Martínez um að leika með liðinu út komandi tímabil í 4. deildinni. Ferriol er miðjumaður að upplagi, 180 sm á hæð og 25 ára gamall, og getur leyst margar stöður á vellinum. Kappinn er kominn til landsins og mun líklegast taka þátt í leiknum á morgun þegar lið Tindastóll tekur á móti Magna í annarri umferð Mjólkurbikarsins.
Meira

Tæplega 3000 gestir sóttu árshátíðir Árskóla

Á Facebook-síðu Árskóla segir að rík áhersla sé lögð á leiklist í skólanum. Fram kemur að í gær fóru fram síðustu árshátíðarsýningar nemenda á þessu skólaári en alls luku nemendur við 31 metnaðarfulla og vel heppnaða sýningu í Bifröst.
Meira

Kormákur Hvöt leikur á Sjávarborgarvellinum í sumar!

Stjórn meistaraflokks Kormáks Hvatar og hinn rómaði veitingastaður Sjávarborg hafa með bros á vör skrifað undir samning þess efnis að Hvammstangavöllur í Kirkjuhvammi beri nafn Sjávarborgar leiktíðina 2024. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem knattspyrnuvöllurinn ber nafn styrktaraðila.
Meira

Tréiðnaðardeild FNV útskrifar nemendur með nýjustu þekkingu hverju sinni

Hluti náms í húsasmíði við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki felst í því að byggja timburhús sem unnin eru í samvinnu við fyrirtæki í héraðinu. Samvinnan felst í því að kennarar deildarinnar annast kennslu og stjórna vinnu nemenda en fyrirtækin útvega teikningar og efni og sjá um byggingastjórn og meistaraábyrgð. Aðsókn að skólanum er mikil og er deildin fullskipuð bæði í dagskóla og helgarnámi.
Meira

Ekki beinlínis ágætis byrjun

Fyrsti leikur karlaliðs Tindastóls í úrslitakeppninni fór fram í Smáranum í Kópavogi í gærkvöldi. Ekki ráku meistararnir beinlínis af sér slyðruorðið með frammistöðu sinni þrátt fyrir að hafa skorað 88 stig því Grindvíkingar gerðu 111 og synd að segja að varnarleikur Stólanna hafi verið upp á marga fiska. Það voru tapaðir boltar sem reyndust dýrkeyptir að þessu sinni. Venju samkvæmt voru Stólarnir vel og dyggilega studdir en það var fátt til að gleðja þá þegar á leið.
Meira

Fyrirspurn um grjótkast á Alþingi

Nú í apríl hlotnaðist mér óvænt sá heiður að sitja nokkra daga á Alþingi fyrir Flokk fólksins. Ég notaði tækifærði og skráði inn fyrirspurn til fyrrverandi innviðaráðherra, Sigurðar Inga, formanns Framsóknarflokksins, um tjónið sem vegfarendur hafa orðið fyrir vegna grjótkasts frá misheppnaðri klæðningu á nýlögðum Þverárfjallsvegi.
Meira