Veislan er byrjuð

Nýja hesthúsið í Neðra-Ási. MYND GG
Nýja hesthúsið í Neðra-Ási. MYND GG

Laufskálaréttarhelgin er formlega hafin, eða sennilega hófst hún hjá þeim sem ætla að vera ríðandi í réttinni fyrr í vikunni, því koma þarf hrossunum inn í dalinn til að vera klár í slaginn í fyrramálið

Í dag er ekki úr vegi að skella sér á rúntinn því opin eru hesthús um allan Skagafjörð. Á Varmalandi í Sæmundarhlíð hefur skapast hefð fyrir opnu hesthúsi föstudaginn fyrir Laufskálarétt. Þetta er 15. árið sem þau hjónin bjóða heim og það er ýmislegt í að líta, folalda- og tryppasýning, vatnsbrettaþjálfun og söluhross af öllum gerðum. Allir hjartanlega velkomnir milli 13:00- 17:00. 

Hrímnishöll, Varmalæk. Það eru Hrossaræktendurnir á Varmalæk og Tunguhálsi 2 og Tölthólar sem hafa tekið höndum saman og bjóða alla velkomna, frá 14:00- 18:00. 

Einnig er nýja hesthúsið hennar Leu Busch í Neðra-Ási í Hjaltadal opið frá 14-18 í dag. 

Svo nú er ekkert annað í stöðunni en að fara á alvöru bæjarrúnt í dag. Kíkja á þessi glæsilegu hesthús sem tekið verður fagnandi á móti ykkur. Skella sér svo að sjálfsögðu í Reiðhöllina Svaðastaði í kvöld og horfa á stórglæsilegu sýninguna sem byrjar á slaginu klukkan 20:00 og enda svo á balli í Hegranesinu með Danssveit Dósa, Hótel Varmahlíð með hljómsveitinni Steinliggur eða alvöru trúbadora stemmingu með Rúnari Eff á Kaffi Krók. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir