Kormákur/Hvöt gerði jafntefli á móti KF

Hér er Kristinn Andrason að taka vítaspyrnuna. MYND SNIPPUÐ AF VIDEÓI AF FACEBOOKSÍÐUNNI AÐDÁENDASÍÐA KORMÁKS/HVATAR
Hér er Kristinn Andrason að taka vítaspyrnuna. MYND SNIPPUÐ AF VIDEÓI AF FACEBOOKSÍÐUNNI AÐDÁENDASÍÐA KORMÁKS/HVATAR

Kormákur/Hvöt spilaði gegn nágrönnum sínum úr Fjallabyggð í Lengjubikarnum á Króknum laugardaginn 2. mars. Á Facebook-síðu Kormáks/Hvatar segir að mikið hafi verið um forföll hjá liðinu en þá hafi næstu menn stigið upp. Var þetta fyrsti byrjunarliðsleikur hjá hinum 16 ára gamla Agli Guðnasyni og þá komu inn á þeir Stefán, Finnur og Þröstur sprækir af bekknum, allir að spila sinn fyrsta leik með liðinu.

Kormákur/Hvöt byrjaði af krafti en eftir aðeins tveggja mín. leik fékk KF dæmt á sig víti eftir að Siggi Aadnegard var felldur niður en það var Kristinn Andrason sem tók vítið og skoraði af miklu öryggi. Tíu mínútum síðar var Kristinn aftur á ferðinni og setti sitt annað mark og staðan orðin 2-0 fyrir Kormáki/Hvöt. Þar næst skoruðu heimamenn sjálfsmark sem kom KF á bragðið og náðu þeir að setja eitt mark þegar 30 mínútur voru búnar af leiknum og staðan því 2-2 í hálfleik. Í seinni hálfleik var allt sett í lás hjá báðum liðum og ekki urðu fleiri mörkin í þessum leik, lokastaða 2-2

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir