Menningarsjóður KS úthlutar 28 styrkjum

Starfsfólk og heimilisfólk á dvalarheimili Sauðárkróks hlaut styrk til kaupa á sérútbúnu hjóli til hjálpar heimilisfólki á dvalarheimilinu. Það voru Anna Pálína Þórðardóttir og Ásta Karen Jónsdóttir sem veittu stryknum móttöku. Ljósm./BÞ
Starfsfólk og heimilisfólk á dvalarheimili Sauðárkróks hlaut styrk til kaupa á sérútbúnu hjóli til hjálpar heimilisfólki á dvalarheimilinu. Það voru Anna Pálína Þórðardóttir og Ásta Karen Jónsdóttir sem veittu stryknum móttöku. Ljósm./BÞ

Síðastliðinn föstudag, þann 8. janúar, var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði KS. Að þessu sinni hlutu 28 aðilar styrki til ýmissa menningartengdra verkefna, sem flest tengjast Skagafirði eða nærsveitum. 

Það voru Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og Bjarni Maronsson stjórnarformaður KS sem önnuðust úthlutun menningarstyrkja en þeir eru í stjórn Menningarsjóðsins, ásamt Ingu Valdísi Tómasdóttur, Efemíu Björnsdóttur og Einari Gíslasyni.

Allir geta sótt um styrk í sjóðinn en stundum hefur sjóðurinn sjálfur frumkvæði af úthlutunum. Eftirtaldir aðilar hlutu styrki, röðin er tilviljanakennd og segir ekki til um upphæðir styrkjanna:

1. Kristín Sigurrós Einarsdóttir

Styrkur vegna rannsókna og farandssýningar um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi.

2. Byggðasafn Skagfirðinga 

Styrkur til prentunar smárits um álagabletti í byggðum Skagafjarðar.

3. Löngumýrarnefnd Löngumýri  

Styrkur vegna starfsemi foreldramorgna á Löngumýri.

4. Skagfirski kammerkórinn 

Styrkur vegna starfsemi kórsins.

5. Sönghópur félags eldri borgara í Skagafirði 

Styrkur vegna starfsemi kórsins.

6. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps 

Styrkur vegna starfsemi kórsins. 

7. Kvennakórinn Sóldís

Styrkur vegna starfsemi kórsins.

8. Rökkurkórinn 

Styrkur vegna starfsemi kórsins.

9. Karlakórinn Heimir 

Styrkur vegna starfsemi kórsins.

10. Kirkjukór Sauðárkrókskirkju 

Styrkur vegna starfsemi kórsins.

11. KFUM og KFUK á Íslandi

Styrkur vegna byggingar gistiaðstöðu með sal í Vatnaskógi, sem eru fermingar-, sumar- og æskulýðsbúðir KFUM.

12. Gísli Þór Ólafsson

Styrkur vegna útgáfu geisladisksins „Gillon.

13. Geirmundur Valtýsson

Styrkur vegna útgáfu geisladisksins „Skagfirðingar syngja.“

14. Samgönguminjasafnið í Stóragerði 

Styrkur til áframhaldandi uppbyggingar á safninu.

15. Æskulýðsfélag Hólaneskirkju 

Styrkur vegna landsmóts æskulýðsfélaga Þjóðkirkjunnar er haldið var í Vestmanneyjum dagana 23.-25. október sl.

16. Guðbrandsstofnun 

Styrkur vegna ráðstefnu sem er númer tvö í röðinni af fjórum sem haldin verður á Hólum í Hjaltadal 31. mars og 1. apríl og ber yfirskriftina „Hvernig metum við hið ómetanlega - menningin.“  

17. Árdís Maggý Björnsdóttir

Styrkur vegna ljóðabókarinnar „Ég lít til baka“ með kvæðum og vísum eftir Jón Friðriksson fyrrum bónda að Vatnsleysu.

18. Búminjasafnið í Lindabæ 

Styrkur vegna safnsins sem opnað var 28. júlí sl. Í sýningu voru 23 dráttarvélar og ýmsir aðrir búsmunir.

19. Siglingaklúbburinn Drangey 

Styrkur vegna kaupa á búnaði fyrir barna-og unglingastarfsemi klúbbsins.

20. Pilsaþytur 

Styrkur vegna námskeiða og kynninga í gerð þjóðbúninga.

21. Sálarrannsóknarfélag Skagafjarðar 

Styrkur til endurbóta á húsnæði félagsins við Skagfirðingabraut.

22. Skotta Film og blaðamenn Feykis 

Skotta Film hefur staðið fyrir gerð fjölbreytilegs myndefnis til birtingar.

23. Anna Þóra Jónsdóttir

Styrkur vegna uppsetningar á sýningaverkefni í kringum Landsmót 2016 sem hlotið hefur vinnuheitið „Austanvatnahrossin og sveitin þeirra.“ Sýningunni er ætlað að beina sjónum landsmótsgesta og annarra hestaáhugamanna að viðskiptum hestamanna innan sveitarinnar að fornu og nýju. Hún mun gefa innsýn í mikilvægi hennar sem vagga hestaræktunar á Íslandi þangað sem margir af afburða hestum þ.á.m. heimsmeistarar eiga rætur sínar að rekja.

24. Starfsfólk og heimilisfólk á dvalarheimili Sauðárkróks 

Styrkur til kaupa á sérútbúnu hjóli til hjálpar heimilisfólki á dvalarheimilinu.

25. Jón Ormar Ormsson

Styrkur vegna menningarmála.

26. Sauðárkrókskirkja 

Styrkur vegna æskulýðsstarfa.

27. Hjalti Pálsson

Styrkur vegna söguritunar um Skagafjörð og Skagfirðinga. 

Bikar:

28. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir

Styrkur til minningar um Stefán Guðmundsson fyrrverandi stjórnarformann Kaupfélags Skagfirðinga og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá afhendingunni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir