Jólamarkaður á Skagaströnd

Jólamarkaður verður haldinn laugardaginn 18. nóvember í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd frá klukkan 13:00-17:00. Markaðurinn verður hinn glæsilegasti og fjölbreytt úrval af gjafavöru, handverki og matvöru til sölu.

Frábær þátttaka er á markaðnum í ár og meðal seljenda eru; HN Gallery – Gjafavara, Feel Fine ehf – Snyrtivörur, Sælusápur / BERG íslensk hönnun - Sápur, kerti og gjafavara,Eftirlæti - Gjafavara & snyrtivara, Rendur.is - Garn & fylgihlutir, Viðarleikur – handverk ,Hraun á Skaga - Æðardúnsængur og matvara, Slökkvilið Skagastrandar - Reykskynjarar og slíkt, Foreldrafélag leikskólans - Heit súkkulaðiblanda, jólamerki og ísskápsseglar hannaðir af skólahópnum, Rósa Björg – Handverk, Emilía Ýr - Smákökur og góðgæti, Ann Thorsson – Handverk, Esme Ortega - Handverk og góðgæti, Alexandra Dögun – handverk, Helena Mara - Kort, plaköt og gjafavara, Gigga - Brjóstsykur , Jóhanna Guðrún – Handverk, Maggi Jóns - Útskornir Jólasveinar og fleira, Lárey Mara og Sædís Hrund – handverk, Starfsmannafélag leikskólans - Jólakonfekt, bestu, leikskólavettlingana, jólatré og piparkökudeig, María Hjaltadóttir – Handverk, Saumastofan Íris – Barnavinnusamfestingar, Gunna Páls og Óli Benna - Jólasveinar og rúgbrauð, Vala - hjartaðmitt.is - fatnaður, ilmkerti, ilmolíu lampar og fleira, Lagður & Tundra - vefnaðar-gjafavara, Péturína Laufey – Gjafavara.

18. nóvember er stór jóla-markaðsdagur á Norðurlandi vestra og ekki lagt á milli staða. Þetta er frábær dagur til að keyra á milli Skagafjarðar, Blönduóss og Skagastrandar og þræða jólamarkaðina, finna jólaskapið og kannski eitthvað í jólapakkann.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir