Minningarsjóður Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási í Hegranesi fær góða gjöf

Örn Ragnarsson (formaður Sigurlaugarsjóðsins og framkvæmdastjóri lækninga), Þorsteinn Þorsteinsson yfirlæknir, Erla Valgarðsdóttir stjórnarmaður í Sigurlaugarsjóði, Karl, Guðríður, Sveinn, Ólöf Ásta og Kristrún Snjólfsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur. MYND AÐSEND.
Örn Ragnarsson (formaður Sigurlaugarsjóðsins og framkvæmdastjóri lækninga), Þorsteinn Þorsteinsson yfirlæknir, Erla Valgarðsdóttir stjórnarmaður í Sigurlaugarsjóði, Karl, Guðríður, Sveinn, Ólöf Ásta og Kristrún Snjólfsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur. MYND AÐSEND.

Á dögunum komu í heimsókn á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki, börn Ástu Karlsdóttur og Ólafs Sveins-sonar fyrrum yfirlæknis til fjölda ára. Tilefnið var að afhenda gjöf í Minningarsjóð Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási í Hegranesi og bjóða upp á tertu.

Sigurlaug Gunnarsdóttir var saumakona og ljósmóðir, f. 29. mars 1828, d. 20. júlí 1905. Hún var merkiskona og kenndi m.a. við Kvennaskólann í Ási. Hún átti einnig frumkvæði að því að fyrsta kvenfélagið var stofnað 1869 að Ási í Hegranesi. Sjóðurinn var formlega stofnaður 100 árum síðar eða 7. júlí 1969.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki, sem áður hét Sjúkrahús Skagfirðinga, til kaupa á lækningatækjum eða öðru því sem stjórn sjóðsins telur mesta nauðsyn á á hverjum tíma. Sjóðurinn er fjármagnaður með sölu minningarkorta, minningargjöfum og öðrum gjöfum.

Það er þarft á þessum tímum að halda minningu Sigurlaugar frá Ási á lofti og styrkja heilbrigðisþjónustu í heimabyggð.

Ólafur læknir lést 10. maí síðastliðinn en Ásta, sem lengi vann í Búnaðarbankanum fyrrverandi, lifir í hárri elli á Dvalarheimilinu Grund og biður fyrir bestu kveðjur heim á Krók.

Heilbrigðisstofnunin þakkar höfðinglega gjöf og þann hlýhug sem henni er sýndur.

/Sigurbjörg Kristrún Snjólfsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir