Sjómannadagurinn á Hofsósi - myndir

Björgunarsveitin Grettir stóð fyrir skemmtidagskrá við höfnina á Hofsósi. Myndir:FE
Björgunarsveitin Grettir stóð fyrir skemmtidagskrá við höfnina á Hofsósi. Myndir:FE

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur um síðustu helgi og gerðu menn sér dagamun víða í tilefni hans. Á Hofsósi stóð Björgunarsveitin Grettir fyrir skemmtidagskrá við höfnina að vanda. Var hún ágætlega sótt og greina mátti að brúnin lyftist á veðurguðunum við gamanið.

Að dagskrá lokinni var boðið í siglingu og loks stóð Slysavarnardeildin Harpa fyrir veislu í Höfðaborg þar sem borðin svignuðu undan kræsingunum og veitt voru verðlaun fyrir kepppnisgreinar dagsins.  Við það tækifæri veitti Anna Þóra Jónsdóttir, formaður slysavarnardeildarinnar, Herdísi Fjeldsted blómvönd sem þakklætisvott fyrir langa og góða formennsku hjá deildinni en Herdís var formaður hennar í 30 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir