Matgæðingar

Kjúklingarétturinn okkar

Matgæðingar vikunnar í níunda tölublaði árið 2018 voru mæðgurnar Helga Rósa Pálsdóttir og Arndís Lilja Geirsdóttir. Þær fluttu í Skagafjörðinn frá Neskaupstað eftir að Helga Rósa fór í Hólaskóla. „Það var ekki aftur snúið heim eftir það,“ sagði hún. „Ég vinn í Verslunin Eyri , Arndís Lilja er í Árskóla. Hún er í Knapamerki 1 og stundar fótbolta en annars lifum við mæðgur og hrærumst í hestum.“
Meira

Tveir góðir fiskréttir á lönguföstu

Eftir ótal bollu bolludag þjóðarinnar og einhver ósköp af saltkjöti og baunum er okkur víst vænst að snúa okkur að aðeins léttara fæði enda hefst páskafastan að afloknum þessum óhófsdögum. Þá áttu menn, í kaþólskum sið, að gæta hófs í mat og drykk. Það er því ekki úr vegi að birta tvær fiskuppskriftir sem eru reyndar alveg dýrindismatur.
Meira

Bolludagsbollur

Nú er bolluvertíðin í hámarki, bolludagur á mánudaginn og landsmenn munu væntanlega hesthúsa fjölmargar bollur um helgina. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að birta bolluuppskriftir þar sem alnetið er stútfullt af slíkum þessa dagana. Tilbrigðin eru ótalmörg og í sjálfu sér eru því kannski lítil takmörk sett með hverju fylla má bollurnar, bara nota það sem bragðlaukunum líkar og láta hugmyndaflugið ráða.
Meira

Skankar með tilbrigðum

Matgæðingar áttunda tölublaðs ársins 2018 voru Sigríður Hjaltadóttir og Skúli Þór Sigurbjartsson. „Við búum á Sólbakka í Víðidal. Þar rekum við kúabú auk þess að eiga nokkrar kindur og hross til að ná að nýta landið á sem fjölbreytastan hátt. Við höfum ræktað skjólbelti á jörðinni eins og tími hefur unnist til og nýtum þannig landsins gagn og nauðsynjar,“ segja þau hjón. „Við áttum í erfiðleikum með að velja uppskriftir því við erum einlægir aðdáendur íslenska dádýrsins, sem er auðvitað kindakjötið okkar. Mér skilst að það megi ekki nefna lambakjöt því það er svo vont erlendis, það sé betra að nota orðið kind. En okkur langaði líka til að skerpa á kunnáttu landans við að elda nautakjöt eða koma með uppskrift úr íslensku folaldi því það er ekki hægt að ofelda það. Fyrir valinu varð ungt kindakjöt úr íslenskum framparti (lambakjöt), grunnuppskriftin kemur frá Nigellu sem er okkur flestum kunn. Hún eldaði þennan rétt með baunum en við eldum hann með tilbrigðum.“
Meira

Innbakaðar grísakótilettur

Freyja Ólafsdóttir og Einar Kolbeinsson voru matgæðingar Feykis í sjötta tbl. 2018. Þau búa í Bólstaðarhlíð í Austur-Húnavatnssýslu þar sem Einar er fæddur og uppalinn en Freyja er Skagfirðingur. Freyja er matreiðslumeistari og kennari við Húnavallaskóla en Einar er viðskiptafræðingur og ferðabóndi ásamt fleiru. „Hér á bæ snýst lífið að stórum hluta um margvíslegan matartilbúning. Afurðir sauðkinda, hrossakjét og villibráð eru þar næstum allsráðandi en tilbreyting jafnan fagnaðarefni. Svo er því sannarlega farið með eftirfandi rétt,“ segja matgæðingarnir Freyja og Einar.
Meira

Einfalt og gott í saumaklúbbinn eða afmælið

Meira

Nautasteik og góður ís á eftir

Matgæðingar vikunnar í fjórða tbl. ársins 2018 voru Húnvetningarnir Anna Birna Þorsteinsdóttir og Pétur Þröstur Baldursson sem höfðu þetta að segja: „Við hjónin búum í Þórukoti í Víðidal. Við eigum þrjú börn, Rakel Sunnu, Róbert Mána og Friðbert Dag. Einnig erum við svo heppin að geta haft tengdasoninn Jóhann Braga inn í þessari upptalningu. Hér er hefðbundinn blandaður búskapur með kúm, kvígum- og nautauppeldi, spari fé, hestum og hundinum Oliver. Allur barnaflotinn er fyrir sunnan við nám á veturna og gengur vel. Á meðan er veturinn notaður til að breyta súrheyshlöðu í uppeldishús fyrir nautgripi og lagfæra íbúðarhúsið.“
Meira

Tveir gómsætir kjúklingaréttir

Matgæðingar vikunnar eru þær Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir og Díana Dögg Hreinsdóttir. Þær búa á Sauðárkróki og eiga tvær dætur, sex og tveggja ára. Dúfa vinnur hjá Steinull en Díana í íþróttahúsinu. Þær segjast ætla að gefa okkur uppskriftir að tveimur réttum sem séu mikið eldaðir á þeirra heimili, kannski vegna þess að Dúfa elskar kjúkling.
Meira

Grænmetisréttir og sælgæti fyrir heimilishundinn

Kristján Birgisson og Angela Berthold voru matgæðingar vikunnar í 48. tbl. 2017. Þau hafa búið í Lækjardal síðan 1996 og finnst frábært að búa í sveitinni þó þau stundi ekki hefðbundinn búskap. Þau vinna bæði á Blönduósi en eiga sína reiðhesta og tvo hunda. „Mig langar að koma með tvær uppskriftir að grænmetisréttum, kannski eru fleiri sem vilja breyta aðeins til eftir hátíðirnar og sleppa kjötinu af og til,“ segir Angela. „Ég borða sjálf mikið af grænmeti en Kristján vill ekkert endilega láta bendla sig við svoleiðis. Fyrsta uppskriftin er af Falafel sem kemur frá Miðausturlöndunum og er borðað sem einskonar skyndifæði þar, sett inn í pítubrauð með salati, tómötum, jógúrt- og tahínsósu.“
Meira

Helgarbrauðið

Í 46. tbl. Feykis sem kom út þann 4. desember sl. sáu þau Sigríður Skarphéðinsdóttir og Friðrik Þór Jónsson um matarþátt blaðsins. Þau búa í Skriðu í Akrahreppi ásamt dætrum sínum, Silju Rún og Sunnu Sif. Ekki var nóg plássí blaðinu til að birta allar uppskriftirnar sem þau sendu þannig að hér birtist sú uppskrift sem út af stóð, heimabakað brauð sem væri alveg tilvalið að skella í ofninn um helgina og njóta með góðu áleggi og kaffibolla eða heitri súpu en í blaðinu gáfu þau lesendum einmitt uppskrift að ljúffengri kjúklingasúpu.
Meira