Rabb-a-babb 217: Liljana

Liljana. AÐSEND MYND
Liljana. AÐSEND MYND

Að þessu sinni er það Liljana Milenkoska sem svarar Rabbinu. Hún er fædd árið 1978, gift og b‡r að Mörk í Húnaþingi vestra. „Pabbi minn hét Vidan Milenkoski, mamma heitir Nadezda Milenkoska. Ég er alin upp í Makedóníu en mamma mín er búlgörsk/serbensk, pabbi var makedónskur,“ segir hún.

Liljana er hjúkrunarfræðingur með sérhæfingu í heilsugæslu í héraði og er að ljúka Msc. í sömu sérhæfingu. „Ég er að vinna hjá heilsugæslunni á Hvammstanga,“ segir hún og bætir við að í deiglunni sé meistararitgerð í heilbrigðisvísindum.

Hvernig nemandi varstu? Ég útskrifaðist með fyrstu einkunn. Hef alltaf gert mitt besta í námi og finnst gaman að læra.

Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Fermdist ekki.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Hjúkrunarfræðingur.

Hvert var uppáhalds leik-fangið þitt þegar þú varst krakki? Gula hjólið sem pabbi keypti handa mér.

Besti ilmurinn? Vorloftið í Makedóníu af blómastrandi trjám í garðinum.

Hvar og hvenær sástu núverandi maka þinn fyrst? Á messenger, við hittumst fyrst á netinu.

Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? In the Summertime (Shaggy), Gangsta's Paradise (Coolio), Kiss From a Rose (Seal)...

Hvernig slakarðu á? Fer í sund, yoga, hlusta á róandi tónlist og nota Calm appið í slökun.

Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Góðum þáttum, eins og Walking Dead, The Handmaids Tale, White Lotus, Solsidan...

Besta bíómyndin? La vita é bella.

Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Kiril Lazarov.

Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Matargerð.

Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Jólatertan.

Hættulegasta helgarnammið? Siríus rjómasukkulaði.

Hvernig er eggið best? Medium soðið.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Treysti öllum.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Illmennska og óheiðarleiki.

Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Be you. Do you. For you.

Hver er elsta minningin sem þú átt? Ég í vöggu, sólargeislar inn î herbergið, opinn gluggi og gardínurnar að hreyfast.

fiú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Florence Nightingale, hjúkra í Constantinople.

Hver er uppáhalds bókin þín? The Count of Monte Cristo eftir Alexandre Dumas og Auguste Maquet.

Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Ó mæ gúdness!

Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í drauma-kvöldverð, svona fyrir utan nánustu ættingja? Mínar bestu vinkonur. Við erum lengi að reyna að hittast allar þrjár í einu.

Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Ég er mikið í núinu, finnst það best og vil ekki bakka.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Erfið spurning...

Framlenging:

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... Til Bali.

Bucket list spurningin: Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina:Ferðast, ferðast meira og ferðast meira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir