rabb-a-babb 62: Sigfús Ingi

Nafn: Sigfús Ingi Sigfússon.
Árgangur: 1975.
Fjölskylduhagir: Er í sambúð með Laufeyju Leifsdóttur. Við eigum tvo syni, þá Leif Benedikt og Steinar Óla.
Starf / nám: Er nýlega tekinn við starfi framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins.
Bifreið: Hyundai Santa Fe.
Hestöfl: Of fá.
Hvað er í deiglunni: Að svara slatta af spurningum sem ég fékk sendar frá ykkur.

Hvernig hefurðu það? Stórfínt þakka þér fyrir.
Hvernig nemandi varstu? Alveg þokkalegur. Félagslífið tók reyndar nokkuð ríflegan tíma frá manni eftir því sem á leið en það slapp allt til.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Gestafjöldi og gjafir.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Stór, ríkur og frægur! Nei, ég pældi lítið í framtíðinni og hef reyndar vanið mig á að skipuleggja ekki hlutina mjög langt fram í tímann.
Hvað hræðistu mest? Sennilega að eitthvað komi fyrir þá sem eru manni nákomnastir.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Þær eru margar góðar, hef t.d. mikið dálæti á meisturum eins og Van Morrison, Dylan, Bowie og Cohen og á fáeinar plötur með þeim. Man ómögulega hver fyrsta platan var.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? Ég geri nú engum svo illt að syngja í kareókí en hef reyndar upplifað það að vera í hópi góðra kvenna og karla í Mekka kareókísins, sjálfu Japan, þar sem við komum á alvöru kareókíbar. Með því furðulegra sem fyrir mig hefur komið.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Enska boltanum, Little Britain og 24.
Besta bíómyndin? Erfitt að velja úr öllum þeim fjölda sem ég hef séð en Lord of the Rings myndirnar voru skrambi góðar. Fór meira að segja einu sinni í bíó og sá þær allar þrjár í röð. Mig minnir að það hafi tekið um 10-11 tíma með stuttum hléum.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Angelina Jolie.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Tímarit.
Hvað er í morgunmatinn? Súrmjólk og Cheerios.
Uppáhalds málsháttur? Það sem aldrei hefur komið fyrir áður getur alltaf komið fyrir aftur.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Hómer Simpson.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Þegar ég keypti uppþvottavélina... og kaffivélina.
Hver er uppáhalds bókin þín? Njála er meistaraverk en Morgan Kane bækurnar eftir verðlaunahöfundinn Louis Masterson koma ekki langt þar á eftir.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... Til Kína eða Perú.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Smámunasemi.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Hroki.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Manchester United, engin spurning. Ég fór að halda með þeim af því að allir aðrir í kringum mig héldu með Liverpool.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? Rooney.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? "Nú er ég léttur"...
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Gregory Pincus.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Bát, mat og bók.
Hvað er best í heimi? Þegar stórt er spurt... fjölskyldan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir