rabb-a-babb 73: Unnur Elfa

Nafn: Unnur Elfa Guðmundsdóttir
Árgangur:  The “árgangurinn”  1970.
Fjölskylduhagir: Gift Jóni Viðari Magnússyni og á tvær stelpur, Sigurlaugu Rún og Þorgerði Ósk.
Starf / nám: Aðstoðarskólastjóri Áslandsskóla.
Bifreið: Honda CRV.
Hestöfl: Nægileg.
Hvað er í deiglunni: Áframhaldandi uppeldi á æsku landsins.

Hvernig hefurðu það? 
Mjög gott, þakka þér fyrir.
Hvernig nemandi varstu?
Örugglega dásamlegur ? var í albesta árganginum í Gagganum.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum?  
Stærðarmunurinn á fermingasystkinunum þegar við gengum inn kirkjugólfið.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?  
Búðarkona í kjörbúðinni á Smáragrundinni eða flugfreyja ? eitthvað svona ?lekkert? jobb.
Hvað hræðistu mest?  
Að eitthvað komi fyrir mína nánustu.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)?  
Furðuverk með Rut Reginalds.
Hvaða lag ertu líklegust til að syngja í Kareókí? 
Hvað sem er, er snillingur í Kareókí.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 
Kastljósi og Desperate Housewives.
Besta bíómyndin? 
Jón Oddur og Jón Bjarni.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? 
George Clooney / Angelina Jolie.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann?  
Æ, einhver sætindi sem setjast á lærin.
Hvað er í morgunmatinn? 
Nútíma hafragrautur - Cheerios.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín?  
Garfield.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?  
Allt sem ég geri í eldhúsinu telst snilldarverk á mínu heimili!
Hver er uppáhalds bókin þín? 
Bankabókin mín.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... 
...eitthvert sem hægt væri að vera á skíðum.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
Óþarfa viðkvæmni.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?  
Óheiðarleiki.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju?  
Everton ?það er sko sagt mér að halda með þeim? og svo líkar mér blár litur.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? 
Ahh ég get alls ekki valið það - margir.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó?  
Diskó Friskó, maður lifandi, ég er af þessari kynslóð.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? 
Allt of vítt til að ég geti svarað þessu.
Ef þú ættir að dvelja alein á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér?  
Flugvél fulla af vistum, flugmann til að komast frá eyðieyjunni og bókabúð.
Hvað er best í heimi? 
Fjölskyldan mín og súkkulaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir