Emelíana Lillý syngur í sjónvarpinu í kvöld

Emelíana Lillý - munum að kjósa!
Emelíana Lillý - munum að kjósa!

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram á Selfossi í kvöld og þar á Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra fulltrúa. Það er Emeliana Lillý Guðbrandsdóttir sem stígur á stokk fyrir FNV og syngur lagið Never Enough sem varð vinsælt í kvikmyndinni The Greatest Showman við íslenskan texta eftir Inga Sigþór Gunnarsson. Lillý er átjánda í röðinni og til að gefa henni atkvæði þarf að hringja í símanúmerið 900 9118.

Lillý bar sigur úr býtum í Söngvarakeppni NFNV fyrr í vetur og tekur því þátt í keppninni í kvöld. Hún hefur staðið á sviði meira og minna frá því hún gat farið að ganga, tekið þátt í ótal leiksýningum með Leikfélagi Sauðárkróks og í Árskóla og Nemendafélagi FNV auk þess að hafa komið fram og sungið við hin ýmsu tækifæri.

Hún er heldur ekki að taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna í fyrsta skipti því hún tók einnig þátt í fyrra; steig þá fyrst á svið og söng I Have Nothing sem Whitney Houston gerði frægt um árið.

Hægt er að horfa á keppnina í Sjónvarpinu í kvöld og hefst hún kl. 19:45. Munið númer Lillýjar > 900 0118

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir