Stólastúlkur æfa á Spáni fyrir komandi tímabil

Stólastúlkur í sólskinsskapi. MYNDIR: ADAM SMÁRI
Stólastúlkur í sólskinsskapi. MYNDIR: ADAM SMÁRI

Bestu deikdar lið Stólastúlkna er um þessar mundir í æfingaferð á Spáni, eða nánar tiltekið á Campoamor svæðinu sem er í um 45 minútna spottafæri frá Alicante. Þar leggja Donni þjálfari og hans teymi síðustu línurnar fyrir keppnistímabilið sem hefst sunnudaginn 21. apríl eða eftir sléttar tvær vikur. Þá mætir lið FH í heimsókn á Krókinn.

Liðið lagði af stað til Spánar þriðjudaginn 2. apríl. Æft var tvisvar sinnum á dag miðvikudag og fimmtudag.

Nú sl. föstudag var spilaður æfingaleikur við Vesturbæjardömurnar í KR á æfingasvæði Stólastúlkna e KR teflir fram liði í 2. deild í sumar. Leikurinn endaði 6-1 fyrir Tindastól þar sem Jordyn Rhodes skoraði fjögur mörk og þær stöllur, Hugrún og Aldís, sitthvort markið. Í gærdag var hins vegar létt æfing.

Adam Smári formaður knattspyrnudeildar Tindastóls sendi Feyki nokkrar myndir frá dvölinni og ekki annað að sjá en að það sé örlítið hlýrra á Spáni en á Fróni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir