Skagafjörður

Heima í stofu á Sauðárkróki

Viðburðarséni okkar Skagfirðinga, Áskell Heiðar Ásgeirsson, stendur nú, ekki í fyrsta skipti, fyrir nýung í tónleikahaldi á Sauðárkróki í komandi Sæluviku. Um er að ræða svokallaða heimatónleika.
Meira

Leikirnir sem öllu ráða eru í kvöld!

Oft var þörf en nú er nauðsyn- að mæta í Síkið, spurning hvort þeir sem eru sunnan heiða skelli sér og hvetji Álftanes til sigurs í kvöld því ekki dugar fyrir Tindastól að vinna Hamar í kvöld til þess að komast í úrslitakeppnina í þessari síðustu umferð í deildarkeppni vetrarins.
Meira

Gyrðir sýnir einstök myndverk í Garðinum

Gyrðir Elíasson heldur sýningu á myndverkum sínum þrjár helgar í apríl en sýningin, sem hann kallar Undir stækkunargleri, er til húsa að Sunnubraut 4 (2. hæð) í Garðinum í Suðurnesjabæ. Fyrsti sýningardagurinn er nú á laugardag en opið verður frá kl. 13–17 laugardaga og sunnudaga. Áhugasamir mega gera ráð fyrir því að það taki svolítinn tíma að skoða sýninguna þar sem verkin eru um 1.200 talsins.
Meira

Verðlaunahafar í Skagfirskri sauðfjárrækt

Á aðalfundi félags sauðfjárbænda í Skagafirði sem fram fór á Löngumýri 25.mars síðastliðinn voru afhent verðlaun í nokkrum flokkum samkvæmt venju fyrir framleiðsluárið 2023. Hér fyrir neðan má sjá verðlaunaflokka og niðurstöður. 
Meira

Töluverð hætta á snjóflóðum á Tröllaskaga

Í tilkynningu á vef Björgunarsveitarinnar Grettis á Hofsósi er sagt að það sé varasamt að fara um Tröllaskagann núna. Ástæðan er snjóflóðahætta en um hádegisbilið í gær féll 240 metra breitt flóð í Deildardal, austan Hofsóss, skammt frá bænum Kambi. Féll það yfir veginn, ána og brúna.
Meira

Öruggur sigur og fjórða sætið varð Stólastúlkna

Það varð ljóst eftir leiki gærkvöldsins í 1. deild kvenna í körfunni að það er lið Snæfells sem Stólastúlkur mæta í úrslitakeppninni. Fyrsti leikur liðanna verður í Stykkishólmi næstkomandi sunnudagskvöld en heimaleikur í Síkinu miðvikudaginn 10. apríl en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígið. Í gærkvöldi kláraði lið Tindastóls sinn leik gegn b-liði Keflavíkur af miklu öryggi í lokaumferð deildarkeppninnar en lokatölur urðu 81-43. Þetta er í fyrsta sinn á þessari öld sem kvennalið Tindastóls kemst í úrslitakeppni um sæti í efstu deild.
Meira

Sjónhorn og Feykir koma út á morgun

Vanalega eru Sjónhorn og Feykir prentuð í Hafnarfirði á þriðjudagsmorgni og eru klár í dreifingu á miðvikudagsmorgni. Páskahelgin setur strik í reikninginn þessa vikuna því gengið var frá uppsetningu á blöðunum í gær og verið er að prenta þau núna. Það þýðir að Sjónhorn og Feykir fara í dreifingu degi síðar en vanalega.
Meira

Allir í Síkið !

Í dag er leikdagur hjá meistaraflokki kvenna í körfubolta. Stelpurnar spila seinasta deildarleikinn sinn í kvöld, þriðjudaginn 2.apríl, við lið Keflavíkur u.fl. og hefst leikurinn kl.19:00.
Meira

1. apríl liðinn og margir anda léttar

Í dag er 2. apríl og gaman að velta aðeins fyrir sér hvort margir hafi hlaupið 1. apríl í gær. Fréttamiðlar fara oft af stað með lygavefi og fá fólk til að hlaupa af stað til þess að nýta sér eitthvað stórgott tilboð eða sjá eitthvað sem hefur rekið á fjörur á áður óséðum stöðum. Á meðan aðrir sjá í gegnum platið eru alltaf einhverjir sem falla í gildruna. 
Meira

HEITASTA GJÖFIN - „Man lítið úr fermingunni sjálfri fyrir utan hláturskast á vandræðalegu augnabliki“

Eva María er frá Siglufirði og býr í Birkihlíðinni á Sauðárkróki. Eva er gift Birni Magnúsi og eiga þau fjögur börn á aldrinum 7-17 ára. Hún vinnur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra á Sauðárkróki en er í veikindaleyfi eins og er.
Meira